Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2020 18:28 Tæplega þrjúþúsund Íslendingar sem voru í pakkaferðum á vegum þriggja íslenskra ferðaskrifstofa á Spáni eru komnir eða koma heim í kvöld að sögn framkvæmdastjóra Vita. Síðasta beina flugið að sinni fer frá Spáni á morgun að sögn framkvæmdastjóra VITA. Ferðaskrifstofurnar VITA, Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands flýttu för fólks á þeirra vegum frá Spáni vegna kórónufaraldursins. Alls eru þetta um og yfir 2700 manns, erfitt er að segja til um nákvæma tölu þar sem Ferðaskrifstofa Íslands vildi ekki gefa upp hversu margir voru á þeirra vegum. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA segir að vel hafi tekist að útvega öllum sem vildu flug heim. „Við komum öllum okkar farþegum heim og líka buðum uppá aukaferðir fyrir þá sem voru á eigin vegum,“ segir Þráinn. Byrjað var að fljúga með farþegana heim á þriðjudag og síðasta vélin kemur í kvöld. Frá og með gærdeginum þurftu Íslendingar sem koma að utan að fara í sóttkví. Þeir eru hins vegar ekki ennþá inní opinberum tölum yfir þá sem eru í sóttkví sem eru samkvæmt vefnum covid.is alls 4.166 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það má því ætla að talan yfir fólk í sóttkví sé mun hærri. Þráinn segir að síðasta beina flug Icelandair frá Spáni verði á morgun. „Mér vitanlega eru engar ferðir beint frá Spáni eftir morgundaginn, það er held ég ein ferð á morgun frá Kanarí.“ segir Þráinn. Þráinn segir að ferðaskrifstofan VITa sé að aðstoða Íslendinga víða um heim að komast til Íslands. „Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá KanaríeyjumÞað eru til dæmis Íslendingar í Alsír og Egyptalandi sem við erum að aðstoða við að komast heim en þessi lönd hafa lokað fyrir útlendingum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Tæplega þrjúþúsund Íslendingar sem voru í pakkaferðum á vegum þriggja íslenskra ferðaskrifstofa á Spáni eru komnir eða koma heim í kvöld að sögn framkvæmdastjóra Vita. Síðasta beina flugið að sinni fer frá Spáni á morgun að sögn framkvæmdastjóra VITA. Ferðaskrifstofurnar VITA, Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands flýttu för fólks á þeirra vegum frá Spáni vegna kórónufaraldursins. Alls eru þetta um og yfir 2700 manns, erfitt er að segja til um nákvæma tölu þar sem Ferðaskrifstofa Íslands vildi ekki gefa upp hversu margir voru á þeirra vegum. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA segir að vel hafi tekist að útvega öllum sem vildu flug heim. „Við komum öllum okkar farþegum heim og líka buðum uppá aukaferðir fyrir þá sem voru á eigin vegum,“ segir Þráinn. Byrjað var að fljúga með farþegana heim á þriðjudag og síðasta vélin kemur í kvöld. Frá og með gærdeginum þurftu Íslendingar sem koma að utan að fara í sóttkví. Þeir eru hins vegar ekki ennþá inní opinberum tölum yfir þá sem eru í sóttkví sem eru samkvæmt vefnum covid.is alls 4.166 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það má því ætla að talan yfir fólk í sóttkví sé mun hærri. Þráinn segir að síðasta beina flug Icelandair frá Spáni verði á morgun. „Mér vitanlega eru engar ferðir beint frá Spáni eftir morgundaginn, það er held ég ein ferð á morgun frá Kanarí.“ segir Þráinn. Þráinn segir að ferðaskrifstofan VITa sé að aðstoða Íslendinga víða um heim að komast til Íslands. „Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá KanaríeyjumÞað eru til dæmis Íslendingar í Alsír og Egyptalandi sem við erum að aðstoða við að komast heim en þessi lönd hafa lokað fyrir útlendingum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22