Kom á óvart hversu mikið þurfti að draga úr starfi leik- og grunnskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 14:01 Starf í mörgum leik- og grunnskólum er verulega skert vegna samkomubannsins. Fjöldi nemenda fær aðeins að mæta í skólann annan hvern dag í nokkra tíma í senn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það hafi komi aðeins á óvart hversu mikið hefur þurft að draga úr þjónustu leik- og grunnskóla víða vegna samkomubannsins sem sett var á til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að skoðað hafi verið að loka leik- og grunnskólum alfarið í tengslum við hertari aðgerðir en bendir á í því samhengi þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem slík aðgerð gæti haft. „Við höfum séð í rannsóknum og greinum sem hafa verið skrifaðar núna um þessi viðbrögð er það þessi neikvæðu viðbrögð bæði á atvinnulífið séu mjög mikil og það sem er kannski ekki síst, neikvæð áhrif á viðbragðsgetuna. Það er að segja ef að mikið af heilbrigðisstarfsmönnum, mikið af starfsmönnum sem eru í framvarðasveit í sjúkraflutningum, löggæslu, slökkviliði og slíku, ef við missum þá úr vinnu því þeir þurfa að vera heima hjá börnunum þá erum við að veikja kerfið svo rosalega,“ segir Víðir. Þannig sé kannski hægt að setja einhverjar frekari takmarkanir á skólastarfi en þá með áherslu á það að heilbrigðisstarfsmenn hafi alltaf aðgang að leikskóla og slíku. Það sé alveg möguleiki sem hægt væri að útfæra betur en allt sé þetta enn mest á umræðustigi. Fyrr í vikunni var greint frá því á Vísi að ákveðnar starfsstéttir hefðu forgang að þjónustu leik- og grunnskóla samkvæmt sérstökum lista almannavarna þar um. Víðir segir að þessi forgangslisti sé gríðarlega stór en listinn hafi líka verið unninn þegar talið var að hægt yrði að halda uppi meiri starfsemi í skólunum en raun ber vitni. „Og ef við getum nefnt sem dæmi, þá gagnast það ekki mikið fyrir okkur að fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem þarf að mæta í vinnuna á hverjum að fá tvo tíma annan hvorn dag fyrir barnið, það bara gagnast okkur ekki nógu mikið. Það hefur of mikil áhrif á of viðkvæma starfsemi,“ segir Víðir og heldur áfram. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm „Það hefur aðeins komið á óvart hvað þetta var gríðarlega mikil skerðing í skólunum. Við héldum að þetta myndi nást meira. Auðvitað vissu það allir og kennararnir gerðu okkar skýra grein fyrir því að gæði skólastarfsins myndi náttúrulega minnka mjög mikið og við áttuðum okkur á því að við værum ekki að fara inn í sömu fræðslugetu og áður. En við héldum að þetta yrði meira. Víða er þetta að ganga vel en á öðrum stöðum er þetta greinilega flókið í framkvæmd.“ Þar geti margt spilað inn í, til dæmis skipulag bygginga og möguleikarnir á að aðskilja hópa á mismunandi svæði. Sums staðar sé mjög erfitt og flókið að uppfylla þær kröfur sem yfirvöld setja í samkomubanninu og því þurfi að sýna skilning. En þið áttuð þá von á því að börnin gætu verið meira í leikskólanum og grunnskólanum? „Við áttum von á því að þetta yrði meira á fleiri stöðum. Víða er þetta að ganga mjög vel og allt þetta fólk er að leggja sig mikið fram við annars vegar að mæta kröfunum um að hafa börnin og hins vegar að mæta sem við setjum um takmörkun á umgengni og þetta tvennt fer kannski ekkert sérstaklega vel saman á mörgum stöðum,“ segir Víðir. Þetta væru hlutir sem sagt var að yrðu endurskoðaðir og yfirfarnir með tilliti til reynslunnar. Nú séu komnir fimm dagar af samkomubanninu en fyrrnefndur forgangslisti starfsstétta komist til dæmis ekki alveg í gagnið á höfuðborgarsvæðinu fyrr en eftir helgi. Það sé því ekki alveg að marka reynsluna enn þá en það þurfi engu að síður að vinna hlutina hratt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það hafi komi aðeins á óvart hversu mikið hefur þurft að draga úr þjónustu leik- og grunnskóla víða vegna samkomubannsins sem sett var á til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að skoðað hafi verið að loka leik- og grunnskólum alfarið í tengslum við hertari aðgerðir en bendir á í því samhengi þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem slík aðgerð gæti haft. „Við höfum séð í rannsóknum og greinum sem hafa verið skrifaðar núna um þessi viðbrögð er það þessi neikvæðu viðbrögð bæði á atvinnulífið séu mjög mikil og það sem er kannski ekki síst, neikvæð áhrif á viðbragðsgetuna. Það er að segja ef að mikið af heilbrigðisstarfsmönnum, mikið af starfsmönnum sem eru í framvarðasveit í sjúkraflutningum, löggæslu, slökkviliði og slíku, ef við missum þá úr vinnu því þeir þurfa að vera heima hjá börnunum þá erum við að veikja kerfið svo rosalega,“ segir Víðir. Þannig sé kannski hægt að setja einhverjar frekari takmarkanir á skólastarfi en þá með áherslu á það að heilbrigðisstarfsmenn hafi alltaf aðgang að leikskóla og slíku. Það sé alveg möguleiki sem hægt væri að útfæra betur en allt sé þetta enn mest á umræðustigi. Fyrr í vikunni var greint frá því á Vísi að ákveðnar starfsstéttir hefðu forgang að þjónustu leik- og grunnskóla samkvæmt sérstökum lista almannavarna þar um. Víðir segir að þessi forgangslisti sé gríðarlega stór en listinn hafi líka verið unninn þegar talið var að hægt yrði að halda uppi meiri starfsemi í skólunum en raun ber vitni. „Og ef við getum nefnt sem dæmi, þá gagnast það ekki mikið fyrir okkur að fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem þarf að mæta í vinnuna á hverjum að fá tvo tíma annan hvorn dag fyrir barnið, það bara gagnast okkur ekki nógu mikið. Það hefur of mikil áhrif á of viðkvæma starfsemi,“ segir Víðir og heldur áfram. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm „Það hefur aðeins komið á óvart hvað þetta var gríðarlega mikil skerðing í skólunum. Við héldum að þetta myndi nást meira. Auðvitað vissu það allir og kennararnir gerðu okkar skýra grein fyrir því að gæði skólastarfsins myndi náttúrulega minnka mjög mikið og við áttuðum okkur á því að við værum ekki að fara inn í sömu fræðslugetu og áður. En við héldum að þetta yrði meira. Víða er þetta að ganga vel en á öðrum stöðum er þetta greinilega flókið í framkvæmd.“ Þar geti margt spilað inn í, til dæmis skipulag bygginga og möguleikarnir á að aðskilja hópa á mismunandi svæði. Sums staðar sé mjög erfitt og flókið að uppfylla þær kröfur sem yfirvöld setja í samkomubanninu og því þurfi að sýna skilning. En þið áttuð þá von á því að börnin gætu verið meira í leikskólanum og grunnskólanum? „Við áttum von á því að þetta yrði meira á fleiri stöðum. Víða er þetta að ganga mjög vel og allt þetta fólk er að leggja sig mikið fram við annars vegar að mæta kröfunum um að hafa börnin og hins vegar að mæta sem við setjum um takmörkun á umgengni og þetta tvennt fer kannski ekkert sérstaklega vel saman á mörgum stöðum,“ segir Víðir. Þetta væru hlutir sem sagt var að yrðu endurskoðaðir og yfirfarnir með tilliti til reynslunnar. Nú séu komnir fimm dagar af samkomubanninu en fyrrnefndur forgangslisti starfsstétta komist til dæmis ekki alveg í gagnið á höfuðborgarsvæðinu fyrr en eftir helgi. Það sé því ekki alveg að marka reynsluna enn þá en það þurfi engu að síður að vinna hlutina hratt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira