Fyrir og eftir kórónuveiruna: Sjö atriði sem gætu breyst varanlega Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:24 Það verður eflaust margt sem breytist varanlega með kórónuveirunni. Vísir/Getty Eflaust munum við seinna tala um „fyrir og eftir kórónuveiruna“ enda svo margt sem er líklegt til að breytast varanlega í kjölfar heimsfaraldursins sem nú kollríður öllu. Margt verður leyst með þróun snertilausra tækni en margir velta líka fyrir sér hvað í okkar eigin hegðun eða samskiptum muni breytast og verða aldrei eins og áður var? Hér eru sjö dæmi um hluti sem gætu breyst í vinnuumhverfinu. 1. Handabandið Að takast í hendur við ókunnuga þegar við heilsumst er siður sem margir spá að leggist niður að mestu í kjölfar kórónuveirunnar. Fólk mun hreinlega þróa nýjar hefðir. Þaðan af síður er talið líklegt að fólk muni heilsa ókunnugum með kossi. 2. Fundarmenningin breytist Margir spá því að fjarvinna muni aukast verulega og það til framtíðar. Þessi þróun þýðir varanleg breyting á fundarmenningu vinnustaða. Fjarfundir eru komnir til að vera og eins aukin rafræn samskipti samstarfsmanna á milli. 3. Hópeflisviðburðir og starfsmannafagnaðir Að forðast fjöldaforföll er eitthvað sem vinnustaðir eru að kynnast í fyrsta sinn. Alls staðar er verið að aðskilja starfsfólk til að koma í veg fyrir að of margir smitist í einu. Í þessum efnum heyrast spámenn segja að fyrirtæki muni setja sér nýjar stefnur um hópasamkomur starfsmanna. Þetta geti þýtt breytingar á viðburðum eins og hópefli deilda eða fjölmennum starfsmannahátíðum. 4. Atvinnuviðtöl Í stað þess að hitta marga umsækjendur sem sækja um starf er því spáð að mannauðstjórar fari í auknum mæli að nýta sér sérhæfð tæknifyrirtæki sem byggja á rafrænum viðtölum og fundarbókunum og voru upphaflega ætluð til að spara stjórnendum tíma. Í framtíðinni verði sá háttur á að aðeins einstaklingar í lokaúrtaki umsækjenda muni hitta stjórnendur því það verði liður í því að forðast óþarfa traffík ókunnugra inn á vinnustaði. 5. Ráðstefnur, vörusýningar og tengslanetsmyndun Ýmsir vilja meina að stórar ráðstefnur og vörusýningar muni heyra sögunni til. Sérstaklega eigi þetta við um mjög fjölsótta viðburði, til dæmis árlega tæknisýningu sem haldin er í Las Vegas þar sem gestir koma að alls staðar af úr heiminum. Breyting á viðburðum sem þessum mun þá samhliða þýða að tengslanetsmyndun mun færast meira yfir á rafrænt form. 6. Við hættum að mæta slöpp í vinnuna Íslendingar þekkja þetta vel: Við mætum slöpp (veik!) til vinnu og sjáum þegar á líður daginn hvort við hristum ekki slappleikann af okkur. Eftir kórónuveiruna mun fólk líta á smithættu öðruvísi en áður. 7. Endurmenntun starfsmanna Að sækja sér nýja þekking á fjölsóttum námskeiðum, málþingum, vinnustofum eða öðru er sagt að muni færast meira yfir á rafrænt form. Þetta gæti hljómað eins og einhvers konar niðurskurður en fari svo að þetta verði þróunin, er líklegt að hún þýði einnig að á alþjóðavísu verði auðveldara að sækja sér ýmsa þekkingu sem hefur verið of dýrt eða flókið að sækja sér hingað til. Samhliða þessu mun tengslanetsmyndun breytast og hætta að verða jafn algeng auglitis til auglitis. Stuðst var meðal annars við samantekt Forbes við vinnslu greinarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Eflaust munum við seinna tala um „fyrir og eftir kórónuveiruna“ enda svo margt sem er líklegt til að breytast varanlega í kjölfar heimsfaraldursins sem nú kollríður öllu. Margt verður leyst með þróun snertilausra tækni en margir velta líka fyrir sér hvað í okkar eigin hegðun eða samskiptum muni breytast og verða aldrei eins og áður var? Hér eru sjö dæmi um hluti sem gætu breyst í vinnuumhverfinu. 1. Handabandið Að takast í hendur við ókunnuga þegar við heilsumst er siður sem margir spá að leggist niður að mestu í kjölfar kórónuveirunnar. Fólk mun hreinlega þróa nýjar hefðir. Þaðan af síður er talið líklegt að fólk muni heilsa ókunnugum með kossi. 2. Fundarmenningin breytist Margir spá því að fjarvinna muni aukast verulega og það til framtíðar. Þessi þróun þýðir varanleg breyting á fundarmenningu vinnustaða. Fjarfundir eru komnir til að vera og eins aukin rafræn samskipti samstarfsmanna á milli. 3. Hópeflisviðburðir og starfsmannafagnaðir Að forðast fjöldaforföll er eitthvað sem vinnustaðir eru að kynnast í fyrsta sinn. Alls staðar er verið að aðskilja starfsfólk til að koma í veg fyrir að of margir smitist í einu. Í þessum efnum heyrast spámenn segja að fyrirtæki muni setja sér nýjar stefnur um hópasamkomur starfsmanna. Þetta geti þýtt breytingar á viðburðum eins og hópefli deilda eða fjölmennum starfsmannahátíðum. 4. Atvinnuviðtöl Í stað þess að hitta marga umsækjendur sem sækja um starf er því spáð að mannauðstjórar fari í auknum mæli að nýta sér sérhæfð tæknifyrirtæki sem byggja á rafrænum viðtölum og fundarbókunum og voru upphaflega ætluð til að spara stjórnendum tíma. Í framtíðinni verði sá háttur á að aðeins einstaklingar í lokaúrtaki umsækjenda muni hitta stjórnendur því það verði liður í því að forðast óþarfa traffík ókunnugra inn á vinnustaði. 5. Ráðstefnur, vörusýningar og tengslanetsmyndun Ýmsir vilja meina að stórar ráðstefnur og vörusýningar muni heyra sögunni til. Sérstaklega eigi þetta við um mjög fjölsótta viðburði, til dæmis árlega tæknisýningu sem haldin er í Las Vegas þar sem gestir koma að alls staðar af úr heiminum. Breyting á viðburðum sem þessum mun þá samhliða þýða að tengslanetsmyndun mun færast meira yfir á rafrænt form. 6. Við hættum að mæta slöpp í vinnuna Íslendingar þekkja þetta vel: Við mætum slöpp (veik!) til vinnu og sjáum þegar á líður daginn hvort við hristum ekki slappleikann af okkur. Eftir kórónuveiruna mun fólk líta á smithættu öðruvísi en áður. 7. Endurmenntun starfsmanna Að sækja sér nýja þekking á fjölsóttum námskeiðum, málþingum, vinnustofum eða öðru er sagt að muni færast meira yfir á rafrænt form. Þetta gæti hljómað eins og einhvers konar niðurskurður en fari svo að þetta verði þróunin, er líklegt að hún þýði einnig að á alþjóðavísu verði auðveldara að sækja sér ýmsa þekkingu sem hefur verið of dýrt eða flókið að sækja sér hingað til. Samhliða þessu mun tengslanetsmyndun breytast og hætta að verða jafn algeng auglitis til auglitis. Stuðst var meðal annars við samantekt Forbes við vinnslu greinarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf