Ráðleggja Manchester United mönnum að skoða leiki Frakka á HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 14:00 Paul Pogba með heimsbikarinn sem hann vann með franska landsliðinu sumarið 2018. Getty/ David Ramos Miðja Manchester United gæti verið virkilega spennandi á næsta tímabili takist mönnum á Old Trafford að kveikja á Paul Pogba og fá hann til að vinna vel með nýju stjörnunni Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum sínum hjá Manchester United og á sama tíma og Paul Pogba situr sem fastast á meiðslalistanum. Paul Pogba var á förum frá félaginu en það er komið eitthvað annað hljóð í kappann nú þegar hefur birt yfir öllu á Old Trafford eftir gott gengi að undanförnu. Verði Paul Pogba áfram er lykilatriði að hann nái sér aftur á strik og sýni meiri stöðugleika en hann hefur gert síðustu ár í búningi Manchester United. EXPLAINED: How Man Utd could learn from France's 2018 World Cup-winning team in order to fit Paul Pogba and Bruno Fernandes in the same side. The similarities are striking... but the problems might be the same. #SquawkaTalker— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2020 Miðja með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes hlýtur að vera spennandi kostur fyrir stuðningsmenn Manchester United. En hver á að vera aðalmaðurinn og hver á að taka af sér aukahlutverkið? Ekki geta þeir báðir verið í holunni og ekki er heldur gott að festa þá báða niður á miðjunni. Framtíðarmiðja Manchester United var umræðuefni í hlaðvarpsþætti Squawka og þar reyndu menn að svara spurningunni hvort að miðja með Pogba og Fernandes geti talist vera sú besta í ensku úrvalsdeildinni. Menn eru almennt bjartsýnir með sóknarleik Manchester United með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes en hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum og leikina á móti sterkari liðunum. Þar þyrfti möguleika að færa Bruno Fernandes enn framar á völlinn. Manchester United hefur ekki tapað leik með Bruno Fernandes innanborðs og Fred hefur vaxið mikið í sínu hlutverki að undanförnu. Þá er stærsta spurningin hvernig er hægt að koma Pogba inn í hlutina án þess að taka frá hinum. Hlaðvarpsmenn Squawka ráðleggja Manchester United mönnum meðal annars að horfa á leiki franska landsliðsins frá HM í Rússlandi 2018 og hvernig franska landsliðinu tókst að fá það besta frá Paul Pogba. Hjá franska liðinu er N'Golo Kanté náttúurlega gríðarlega mikilvægur til að vinna boltann inn á miðjunni. Hann spilar aftast á miðju franska liðsins. Þetta hlutverki gæti farið til manna eins og Fred, Scott McTominay og Nemanja Matić. Paul Pogba spilaði hægra megin við N'Golo Kanté sem er almennt ekki talin vera hans besta staða. Pogba var samt sannur leikstjórnandi franska liðsins en spilaði mun aftar en hann hefur gert hjá Manchester United. Pogba yrði áfram í því hlutverki sem kom svo vel út hjá United. Bruno Fernandes yrði þá í svipuðu hlutverki eins og Antoine Griezmann hjá franska landsliðinu á HM 2018 þar sem Griezmann skaut bæði oftast á markið og skapaði flest færi fyrir félaga sína. Hér fyrir neðan má heyra þessa fróðlegu umræðu um miðju Manchester United sem hefst eftir 45 mínútur. Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjá meira
Miðja Manchester United gæti verið virkilega spennandi á næsta tímabili takist mönnum á Old Trafford að kveikja á Paul Pogba og fá hann til að vinna vel með nýju stjörnunni Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum sínum hjá Manchester United og á sama tíma og Paul Pogba situr sem fastast á meiðslalistanum. Paul Pogba var á förum frá félaginu en það er komið eitthvað annað hljóð í kappann nú þegar hefur birt yfir öllu á Old Trafford eftir gott gengi að undanförnu. Verði Paul Pogba áfram er lykilatriði að hann nái sér aftur á strik og sýni meiri stöðugleika en hann hefur gert síðustu ár í búningi Manchester United. EXPLAINED: How Man Utd could learn from France's 2018 World Cup-winning team in order to fit Paul Pogba and Bruno Fernandes in the same side. The similarities are striking... but the problems might be the same. #SquawkaTalker— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2020 Miðja með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes hlýtur að vera spennandi kostur fyrir stuðningsmenn Manchester United. En hver á að vera aðalmaðurinn og hver á að taka af sér aukahlutverkið? Ekki geta þeir báðir verið í holunni og ekki er heldur gott að festa þá báða niður á miðjunni. Framtíðarmiðja Manchester United var umræðuefni í hlaðvarpsþætti Squawka og þar reyndu menn að svara spurningunni hvort að miðja með Pogba og Fernandes geti talist vera sú besta í ensku úrvalsdeildinni. Menn eru almennt bjartsýnir með sóknarleik Manchester United með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes en hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum og leikina á móti sterkari liðunum. Þar þyrfti möguleika að færa Bruno Fernandes enn framar á völlinn. Manchester United hefur ekki tapað leik með Bruno Fernandes innanborðs og Fred hefur vaxið mikið í sínu hlutverki að undanförnu. Þá er stærsta spurningin hvernig er hægt að koma Pogba inn í hlutina án þess að taka frá hinum. Hlaðvarpsmenn Squawka ráðleggja Manchester United mönnum meðal annars að horfa á leiki franska landsliðsins frá HM í Rússlandi 2018 og hvernig franska landsliðinu tókst að fá það besta frá Paul Pogba. Hjá franska liðinu er N'Golo Kanté náttúurlega gríðarlega mikilvægur til að vinna boltann inn á miðjunni. Hann spilar aftast á miðju franska liðsins. Þetta hlutverki gæti farið til manna eins og Fred, Scott McTominay og Nemanja Matić. Paul Pogba spilaði hægra megin við N'Golo Kanté sem er almennt ekki talin vera hans besta staða. Pogba var samt sannur leikstjórnandi franska liðsins en spilaði mun aftar en hann hefur gert hjá Manchester United. Pogba yrði áfram í því hlutverki sem kom svo vel út hjá United. Bruno Fernandes yrði þá í svipuðu hlutverki eins og Antoine Griezmann hjá franska landsliðinu á HM 2018 þar sem Griezmann skaut bæði oftast á markið og skapaði flest færi fyrir félaga sína. Hér fyrir neðan má heyra þessa fróðlegu umræðu um miðju Manchester United sem hefst eftir 45 mínútur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjá meira
Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30