Tveir þingmenn smitaðir og aðrir í sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 08:37 Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. AP/Mario Diaz-Balart Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira