Tveir þingmenn smitaðir og aðrir í sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 08:37 Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. AP/Mario Diaz-Balart Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira