Þegar mennskan og samvinnan ræður för Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. mars 2020 14:00 Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar