Opið í Bláfjöllum en verulegar breytingar á fyrirkomulagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 11:51 Bláfjöll í blíðu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Opið verður í Bláfjöllum í dag frá kl 11-21 en með nokkrum takmörkunum þó. Vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi er fólk beðið um að virða mörk um tveggja metra fjarlægð á milli manna. Gott bil á að vera á milli fólks og taka þarf tillit til hver annars. Fólk er hvatt til að kaupa miða á netinu, sjá heimasíðuna www.skidasvaedi.is þar sem hægt er að fylla á kortin. Eftir sem áður verður þó hægt að kaupa kort í miðasölu Bláfjallaskála og N1 stöðvum. Veitingasölu og skíðaleigu hefur verið lokað. Aðgengi er að salernum í skála en fólk er beðið um að virða tveggja metra reglxuna þar eins og annars staðar. Starfsmenn munu fylgjast með öllum lyftum að venju en geta en verða ekki í nánu samneyti við viðskiptavini vegna 2ja metra reglunnar. Vegna tveggja metra reglunnar verður ekki leyft að fara fjögur saman í stóla, aðeins einn í hvern stól. Skíða- og brettaskóli verður ekki starfræktur um helgar. Mikilvægt er að reyna að dreyfa aðsókn eins og kostur er. Því viljum við hvetja fólk til að takmarka skíðatíma sinn við 2-3 klukkustundir. Enn sem komið er verið að vinna að útfærslu á þessum vinnureglum og lögð áhersla á að allir þurfi að vinna saman og við þurfum öll að vinna saman. Göngubrautir verða lagðar fyrir kl 14:00, út fyrir hól og Strompahringur. Við biðjum gönguskíðafólk að virða 2 metra regluna í hvívetna. Sé hún ekki virt má vera að einnig þurfi að skerða þessa þjónustu. Nánari tilmæli frá skíðasvæðunum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (Bláfjöll og Skálafell) segjast gera sér grein fyrir félagslegu hlutverki sínu á svo undarlegum tímum sem nú ríkja. „Með takmörkun í grunnskólasókn, lokun háskóla og framhaldsskóla og lokun á flestri tómstundaiðkun er enn mikilvægara að geta boðið uppá heilbrigða útivist í hreinu og öruggu umhverfi. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru því stolt af því að tilkynna að þar verður opið svo fremi sem veður leyfir, og vilja jafnframt vekja athygli á lengri opnunartíma á virkum dögum.“ En til þess að geta haft opið þá verði bæði gestir og starfsmenn að vinna sameiginlega að verkefninu. „Tveggja metra reglan er ófrávíkjanleg regla og því biðja starfsmenn Skíðasvæðanna gesti um að virða hana gagnvart sjálfum sér og starfsmönnum. Það er afar mikilvægt að gestir reyni að skipuleggja sig þannig að þeir geti sótt fjallið á þeim tímum sem þekktir eru fyrir að minna sé að gera. S.s. á milli 11 og 16 á virkum dögum. Jafnramt væri kostur ef gestir myndu miðað við hámark 2 klst viðveru á svæðunum í senn til að minnka líkur á „risa“ dögum. Að lokum er óhjákvæmilegt að skerða þjónustu nokkkuð til að gera verkefnið raunhæft.“ Hér að neðan má sjá þær hömlur sem Skíðasvæðin verða að setja til að geta haft lyftur opnar.: Bláfjöll Lyftur: Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið kl. 11-21 á virkum dögum og 10-17 um helgar. 3 diskalyftur eru opnar á tímabilinu 11-14 og eftir það opna fleiri lyftur. Bláfjöll og Skálafell Aðeins 1 gestur í stól í stólalyftu. (börn undir 10 ára mega samnýta stól með meðlim úr sömu fjölskyldu). Starfsmenn lyftna munu vera í lyftuhúsum, ekki við lyftur og geta því ekki veitt persónulega aðstoð eins og að hjálpa óvönum í lyftur. Stikur með 2 metra á milli verða settar niður á víð og dreif um svæðið til að minna fólk á hversu langt bil 2 metrar eru í raun. Slíkar stikur verða fyrst og fremst við upphafsstaði lyftna. Öryggismál Slösuðum verður sinnt á slysstað í fjallinu. Þeir fluttir annaðhvort beint í sjúkrabíl eða í eigin bíl. Koma ekki inní skála. Skálar: Skíðaleiga og veitingasala verða með öllu lokuð. Skálar í Bláfjöllum og Skálafelli verða lokaðir almenningi fyrir utan miðasölubása og salerni. Miðasala: Miðasala fer fram á netinu. Þeir sem vilja/eða þurfa að kaupa með öðrum hætti geta gert það á 4 N1 stöðvum og í sölubás í Bláfjallaskála og í miðasölubás á plani í Skálafelli. Ekki er tekið við seðlum heldur aðeins snertilaus viðskipti. Salerni: Salerni í Bláfjallaskála og í þjónustumiðstöð Skálafells verða opin almenningi. Þau verða sótthreinsuð á 1 klst fresti. Ekki verður talið inná salerni heldur fólk beðið að virða 2 metra regluna í hvívetna og alls ekki heimilt að safnast saman inni í anddyri skálanna til neyslu matar eða drykkjar. Skíðakennsla: Skíða og brettaskóli verður ekki starfræktur. Einkakennsla verður útfærð eftir helgina 21-22 mars. Rúta: Tryggt verður að almenningsrúta verður eins stór og kostur er hverju sinni og að farþegar spritti hendur við inngang bílsins og að aðeins verði 1 farþegi í hverjum bekk. Skíðaganga: Skíðagönguspor verða lögð eins og áður en gestir minntir á að virða 2 metra regluna í hvívetna. Að lokum: Skíðasvæðin beina því til gesta að virða 2 metra regluna í hvívetna. Sé reglan ekki virt gæti það leitt til hertari reglna eins og fjöldatakmörkun á svæðin eða hreinlega lokun svæðanna. Skíðasvæðin áskilja sér jafnframt rétt til þess að loka svæðunum innan ákveðins dags með stuttum eða engum fyrirvara ef aðsókn er það mikil að erfitt er orðið að framfyljga þeim varúðarreglum sem settar eru varðandi aðferðir við að sporna við Covid 19. Aðgerðir verða í stöðugri endurskoðun og gætu breyst með stuttum fyrirvara. Allt með það að markmiði að minnka líkur á smiti. Ofangreindar aðgerðir taka tillit til fyrirmæla Reykjavíkurborgar og Almannavarna miðað við daginn í dag. Breytist fyrirmælin verður aðgerðum breytt í samræmi. Skíðasvæði Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Opið verður í Bláfjöllum í dag frá kl 11-21 en með nokkrum takmörkunum þó. Vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi er fólk beðið um að virða mörk um tveggja metra fjarlægð á milli manna. Gott bil á að vera á milli fólks og taka þarf tillit til hver annars. Fólk er hvatt til að kaupa miða á netinu, sjá heimasíðuna www.skidasvaedi.is þar sem hægt er að fylla á kortin. Eftir sem áður verður þó hægt að kaupa kort í miðasölu Bláfjallaskála og N1 stöðvum. Veitingasölu og skíðaleigu hefur verið lokað. Aðgengi er að salernum í skála en fólk er beðið um að virða tveggja metra reglxuna þar eins og annars staðar. Starfsmenn munu fylgjast með öllum lyftum að venju en geta en verða ekki í nánu samneyti við viðskiptavini vegna 2ja metra reglunnar. Vegna tveggja metra reglunnar verður ekki leyft að fara fjögur saman í stóla, aðeins einn í hvern stól. Skíða- og brettaskóli verður ekki starfræktur um helgar. Mikilvægt er að reyna að dreyfa aðsókn eins og kostur er. Því viljum við hvetja fólk til að takmarka skíðatíma sinn við 2-3 klukkustundir. Enn sem komið er verið að vinna að útfærslu á þessum vinnureglum og lögð áhersla á að allir þurfi að vinna saman og við þurfum öll að vinna saman. Göngubrautir verða lagðar fyrir kl 14:00, út fyrir hól og Strompahringur. Við biðjum gönguskíðafólk að virða 2 metra regluna í hvívetna. Sé hún ekki virt má vera að einnig þurfi að skerða þessa þjónustu. Nánari tilmæli frá skíðasvæðunum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (Bláfjöll og Skálafell) segjast gera sér grein fyrir félagslegu hlutverki sínu á svo undarlegum tímum sem nú ríkja. „Með takmörkun í grunnskólasókn, lokun háskóla og framhaldsskóla og lokun á flestri tómstundaiðkun er enn mikilvægara að geta boðið uppá heilbrigða útivist í hreinu og öruggu umhverfi. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru því stolt af því að tilkynna að þar verður opið svo fremi sem veður leyfir, og vilja jafnframt vekja athygli á lengri opnunartíma á virkum dögum.“ En til þess að geta haft opið þá verði bæði gestir og starfsmenn að vinna sameiginlega að verkefninu. „Tveggja metra reglan er ófrávíkjanleg regla og því biðja starfsmenn Skíðasvæðanna gesti um að virða hana gagnvart sjálfum sér og starfsmönnum. Það er afar mikilvægt að gestir reyni að skipuleggja sig þannig að þeir geti sótt fjallið á þeim tímum sem þekktir eru fyrir að minna sé að gera. S.s. á milli 11 og 16 á virkum dögum. Jafnramt væri kostur ef gestir myndu miðað við hámark 2 klst viðveru á svæðunum í senn til að minnka líkur á „risa“ dögum. Að lokum er óhjákvæmilegt að skerða þjónustu nokkkuð til að gera verkefnið raunhæft.“ Hér að neðan má sjá þær hömlur sem Skíðasvæðin verða að setja til að geta haft lyftur opnar.: Bláfjöll Lyftur: Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið kl. 11-21 á virkum dögum og 10-17 um helgar. 3 diskalyftur eru opnar á tímabilinu 11-14 og eftir það opna fleiri lyftur. Bláfjöll og Skálafell Aðeins 1 gestur í stól í stólalyftu. (börn undir 10 ára mega samnýta stól með meðlim úr sömu fjölskyldu). Starfsmenn lyftna munu vera í lyftuhúsum, ekki við lyftur og geta því ekki veitt persónulega aðstoð eins og að hjálpa óvönum í lyftur. Stikur með 2 metra á milli verða settar niður á víð og dreif um svæðið til að minna fólk á hversu langt bil 2 metrar eru í raun. Slíkar stikur verða fyrst og fremst við upphafsstaði lyftna. Öryggismál Slösuðum verður sinnt á slysstað í fjallinu. Þeir fluttir annaðhvort beint í sjúkrabíl eða í eigin bíl. Koma ekki inní skála. Skálar: Skíðaleiga og veitingasala verða með öllu lokuð. Skálar í Bláfjöllum og Skálafelli verða lokaðir almenningi fyrir utan miðasölubása og salerni. Miðasala: Miðasala fer fram á netinu. Þeir sem vilja/eða þurfa að kaupa með öðrum hætti geta gert það á 4 N1 stöðvum og í sölubás í Bláfjallaskála og í miðasölubás á plani í Skálafelli. Ekki er tekið við seðlum heldur aðeins snertilaus viðskipti. Salerni: Salerni í Bláfjallaskála og í þjónustumiðstöð Skálafells verða opin almenningi. Þau verða sótthreinsuð á 1 klst fresti. Ekki verður talið inná salerni heldur fólk beðið að virða 2 metra regluna í hvívetna og alls ekki heimilt að safnast saman inni í anddyri skálanna til neyslu matar eða drykkjar. Skíðakennsla: Skíða og brettaskóli verður ekki starfræktur. Einkakennsla verður útfærð eftir helgina 21-22 mars. Rúta: Tryggt verður að almenningsrúta verður eins stór og kostur er hverju sinni og að farþegar spritti hendur við inngang bílsins og að aðeins verði 1 farþegi í hverjum bekk. Skíðaganga: Skíðagönguspor verða lögð eins og áður en gestir minntir á að virða 2 metra regluna í hvívetna. Að lokum: Skíðasvæðin beina því til gesta að virða 2 metra regluna í hvívetna. Sé reglan ekki virt gæti það leitt til hertari reglna eins og fjöldatakmörkun á svæðin eða hreinlega lokun svæðanna. Skíðasvæðin áskilja sér jafnframt rétt til þess að loka svæðunum innan ákveðins dags með stuttum eða engum fyrirvara ef aðsókn er það mikil að erfitt er orðið að framfyljga þeim varúðarreglum sem settar eru varðandi aðferðir við að sporna við Covid 19. Aðgerðir verða í stöðugri endurskoðun og gætu breyst með stuttum fyrirvara. Allt með það að markmiði að minnka líkur á smiti. Ofangreindar aðgerðir taka tillit til fyrirmæla Reykjavíkurborgar og Almannavarna miðað við daginn í dag. Breytist fyrirmælin verður aðgerðum breytt í samræmi.
Skíðasvæði Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira