Þrítugur prestur á Akranesi: Tekur Bachelor kvöld með stelpunum og vill rétta ímynd kirkjunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:30 Þóra Björg er í dag í starfsþjálfun að verða prestur á Akranesi. Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira