Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 12:36 Trump var alvarlegri en hann hefur verið áður á blaðamannafundi í gær. AP/Evan Vucci Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira