Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 12:36 Trump var alvarlegri en hann hefur verið áður á blaðamannafundi í gær. AP/Evan Vucci Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent