Geta ekki og vilja ekki veita fámennum hóp meiri hækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:48 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira