Ticketmaster greiðir milljarð til að forðast ákærur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:20 Ticketmaster hefur oft verið umdeilt og átti meðal annars í útistöðum við rokksveitina Pearl Jam á tímabili. Bandaríska miðasölufyrirtækið Ticketmaster hefur samþykkt að greiða jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að hafa brotist inn í tölvukerfi keppinautar. Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent