Gleðilegt hýrt ár! Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:01 Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar