„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 19:31 Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class. Skjáskot/Stöð 2 Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01