Formenn þingflokka funda með Steingrími Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. desember 2020 14:25 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira