Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 12:00 Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Hér fær hann verðlaunin frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. vísir/þórdís Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira