Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 12:00 Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Hér fær hann verðlaunin frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. vísir/þórdís Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira