Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 17:57 Donald Trump á leið í golf í Flórída í dag. AP/Patrick Semansky Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. Þar að auki, þá stefnir í stöðvun á rekstri alríkisstofnanna annað kvöld, þar sem ekki hefur tekist að samþykkja frumvarpið. Frumvarpið um neyðaraðstoðina og fjármögnun ríkisins var samþykkt á báðum deildum Bandaríkjaþings með stuðningi þingmanna beggja flokka en starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu höfðu staðhæft við þingmenn að forsetinn studdi frumvarpið. Trump kom ekki sjálfur að viðræðunum um gerð frumvarpsins, sem fór fram meðal þingmanna beggja flokka og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra hans. Forsetinn lýsti því þó óvænt yfir á þriðjudaginn að hann vildi ekki skrifa undir frumvarpið og sagði það vera skömmustulegt. Auk þess að koma þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart, virðist það einnig hafa komið Mnuchin á óvart en þingmenn töldu hann tala máli forsetans. Í svari við fyrirspurn um hvenær hann vissi að Trump vildi tvö þúsund dala ávísun, svaraði talsmaður ráðherrans ekki með beinum hætti heldur sagði Mnuchin hafa átt í reglulegum samskiptum við forestann. Spokesperson continued: And the Secretary and Chief Meadows speak multiple times per day, including throughout the negotiations and currently. Not sure whether this means the secty was blindsided by the president s request. On cnbc the secty had called the deal fabulous. — Steve Liesman (@steveliesman) December 27, 2020 Trump sagðist þá vilja að Bandaríkjamenn fengju sex hundruð dala ávísun frá ríkinu en ekki tvö þúsund og kvartaði hann yfir alls konar viðaukum við frumvarpið. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þvertekið fyrir að senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísun. Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, sagði í viðtali í dag að það sem Trump væri að gera væri einstaklega grimmilegt. Það kæmi niður á milljónum manna. AP fréttaveitan vitnar einnig í Pat Toomey, öldungadeildarþingmann Repúblikanaflokksins, sem sagði í dag að það væri nauðsynlegt að klára frumvarpið sem fyrst. Joe Biden, verðandi forseti, hefur sakað Trump um að hunsa skyldur sínar og segir að aðgerðaleysi hans muni hafa miklar og alvarlegar afleiðingar. Auk þess að snúa að neyðaraðstoð til fólks og fyrirtækja snýr frumvarpið að fjárveitingum til skóla, sjúkrahúsa, flugfélaga og ýmislegs annars. Þá snýr frumvarpið einnig að dreifingu bóluefnis um Bandaríkin. Frumvarpið situr nú á borði forsetans í Mar a Lago, klúbbi hans í Flórída. Sjálfur varði hann deginum í dag í að spila golf. Trump neitaði einnig að skrifa undir frumvarp varðandi útgjöld til varnarmála í síðustu viku. Útlit er fyrir að frumvarpið njóti þó það mikils stuðnings að þingmenn gætu farið fram hjá forsetanum. Það er þó óvíst hvort jafn margir Repúblikanar og greiddu atkvæði með frumvarpinu muni fara gegn forsetanum. Trump birti myndband um helgina þar sem hann kvartaði yfir mörgum atriðum í stóra frumvarpinu sem hann hefur ekki viljað skrifa undir. Þar á meðal voru fjárútlát varðandi þróunaraðstoð og önnur alþjóðleg verkefni. Mörg af þeim atriðum voru þó í hans eigin fjárlagafrumvarpsbeiðni sem Hvíta húsið lagði fram fyrr á árinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Aftur leggur Trump stein í götu þingsins Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi sínu í dag þegar hann neitaði að skrifa undir lög um útgjöld vegna varnarmála. Lögin voru samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings með yfirgnæfandi meirihluta. 23. desember 2020 22:14 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þar að auki, þá stefnir í stöðvun á rekstri alríkisstofnanna annað kvöld, þar sem ekki hefur tekist að samþykkja frumvarpið. Frumvarpið um neyðaraðstoðina og fjármögnun ríkisins var samþykkt á báðum deildum Bandaríkjaþings með stuðningi þingmanna beggja flokka en starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu höfðu staðhæft við þingmenn að forsetinn studdi frumvarpið. Trump kom ekki sjálfur að viðræðunum um gerð frumvarpsins, sem fór fram meðal þingmanna beggja flokka og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra hans. Forsetinn lýsti því þó óvænt yfir á þriðjudaginn að hann vildi ekki skrifa undir frumvarpið og sagði það vera skömmustulegt. Auk þess að koma þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart, virðist það einnig hafa komið Mnuchin á óvart en þingmenn töldu hann tala máli forsetans. Í svari við fyrirspurn um hvenær hann vissi að Trump vildi tvö þúsund dala ávísun, svaraði talsmaður ráðherrans ekki með beinum hætti heldur sagði Mnuchin hafa átt í reglulegum samskiptum við forestann. Spokesperson continued: And the Secretary and Chief Meadows speak multiple times per day, including throughout the negotiations and currently. Not sure whether this means the secty was blindsided by the president s request. On cnbc the secty had called the deal fabulous. — Steve Liesman (@steveliesman) December 27, 2020 Trump sagðist þá vilja að Bandaríkjamenn fengju sex hundruð dala ávísun frá ríkinu en ekki tvö þúsund og kvartaði hann yfir alls konar viðaukum við frumvarpið. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þvertekið fyrir að senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísun. Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, sagði í viðtali í dag að það sem Trump væri að gera væri einstaklega grimmilegt. Það kæmi niður á milljónum manna. AP fréttaveitan vitnar einnig í Pat Toomey, öldungadeildarþingmann Repúblikanaflokksins, sem sagði í dag að það væri nauðsynlegt að klára frumvarpið sem fyrst. Joe Biden, verðandi forseti, hefur sakað Trump um að hunsa skyldur sínar og segir að aðgerðaleysi hans muni hafa miklar og alvarlegar afleiðingar. Auk þess að snúa að neyðaraðstoð til fólks og fyrirtækja snýr frumvarpið að fjárveitingum til skóla, sjúkrahúsa, flugfélaga og ýmislegs annars. Þá snýr frumvarpið einnig að dreifingu bóluefnis um Bandaríkin. Frumvarpið situr nú á borði forsetans í Mar a Lago, klúbbi hans í Flórída. Sjálfur varði hann deginum í dag í að spila golf. Trump neitaði einnig að skrifa undir frumvarp varðandi útgjöld til varnarmála í síðustu viku. Útlit er fyrir að frumvarpið njóti þó það mikils stuðnings að þingmenn gætu farið fram hjá forsetanum. Það er þó óvíst hvort jafn margir Repúblikanar og greiddu atkvæði með frumvarpinu muni fara gegn forsetanum. Trump birti myndband um helgina þar sem hann kvartaði yfir mörgum atriðum í stóra frumvarpinu sem hann hefur ekki viljað skrifa undir. Þar á meðal voru fjárútlát varðandi þróunaraðstoð og önnur alþjóðleg verkefni. Mörg af þeim atriðum voru þó í hans eigin fjárlagafrumvarpsbeiðni sem Hvíta húsið lagði fram fyrr á árinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Aftur leggur Trump stein í götu þingsins Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi sínu í dag þegar hann neitaði að skrifa undir lög um útgjöld vegna varnarmála. Lögin voru samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings með yfirgnæfandi meirihluta. 23. desember 2020 22:14 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30
Aftur leggur Trump stein í götu þingsins Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi sínu í dag þegar hann neitaði að skrifa undir lög um útgjöld vegna varnarmála. Lögin voru samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings með yfirgnæfandi meirihluta. 23. desember 2020 22:14
Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46
Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13