Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. desember 2020 14:02 Aurskriðurnar sem féllu í vikunni fyrir jól ollu gríðarlegu tjóni á Seyðisfirði. Vísir/Egill Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira