Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 13:01 Formenn stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17