Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. desember 2020 16:17 Jenný, sextán ára, og Hrafnkell, þrettán ára, stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag. Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. „Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan. Jól Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan.
Jól Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira