Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 11:37 Þórólfur telur ekki rétt að umleitanir við bóluefnaframleiðandann Pfizer hafi verið hugmynd Kára. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Hér væru innviðir mjög sterkir og góðir og við gætum í raun og veru aflað allra þeirra upplýsinga sem hægt væri. Þeir hafa tekið þetta til skoðunar,“ segir hann. Hann telur ekki rétt að þetta hafi verið hugmynd Kára. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. „Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram í viðtölum við Kára að þetta sé hugmynd forstjóra fyrirtækisins. Ég held að það verði að skrifast á mig,“ segir Þórólfur. Hugmyndin er enn til skoðunar hjá Pfizer. Þórólfur segir hins vegar að Kári hafi verið duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni til landsins. „Kári hefur hins vegar verið mjög duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni hingað til lands. En ég held að það sé rétt að halda þessum staðreyndum til haga,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum“ Hann segir að eins og staðan er núna séu engar umræður um slíkt rannsóknarsetur í gangi við aðra bóluefnaframleiðendur. „Nei, ekki eins og staðan er núna varðandi þetta. en það gæti alveg komið til greina þegar önnur bóluefni eru búin að fá markaðsleyfi,“ segir Þórólfur. Tíu þúsund skammtar koma hingað til lands 28. desember næstkomandi en fram til marsmánaðar munu berast alls fimmtíu þúsund bóluefnaskammtar hingað til lands. Finnst þér óþægilegt að hann sé að grípa svona inn í? „Nei alls ekki. Hann er náttúrulega mjög fylginn sér og duglegur en ég hefði kosið að þetta væri ekki svona í fjölmiðlunum. Ég held það væri fínt að þetta kæmi fram þegar við erum með eitthvað í hendi varðandi þessar umleitanir,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum fyrr en maður getur sagt frá einhverju sem er handfast. Þess vegna hef ég ekki verið að koma með mína aðkomu og mitt bréf til Pfizer fram í fjölmiðlum en ég sé mig tilneyddan til að gera það núna í ljósi þessara frétta sem eru í gangi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
„Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Hér væru innviðir mjög sterkir og góðir og við gætum í raun og veru aflað allra þeirra upplýsinga sem hægt væri. Þeir hafa tekið þetta til skoðunar,“ segir hann. Hann telur ekki rétt að þetta hafi verið hugmynd Kára. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. „Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram í viðtölum við Kára að þetta sé hugmynd forstjóra fyrirtækisins. Ég held að það verði að skrifast á mig,“ segir Þórólfur. Hugmyndin er enn til skoðunar hjá Pfizer. Þórólfur segir hins vegar að Kári hafi verið duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni til landsins. „Kári hefur hins vegar verið mjög duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni hingað til lands. En ég held að það sé rétt að halda þessum staðreyndum til haga,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum“ Hann segir að eins og staðan er núna séu engar umræður um slíkt rannsóknarsetur í gangi við aðra bóluefnaframleiðendur. „Nei, ekki eins og staðan er núna varðandi þetta. en það gæti alveg komið til greina þegar önnur bóluefni eru búin að fá markaðsleyfi,“ segir Þórólfur. Tíu þúsund skammtar koma hingað til lands 28. desember næstkomandi en fram til marsmánaðar munu berast alls fimmtíu þúsund bóluefnaskammtar hingað til lands. Finnst þér óþægilegt að hann sé að grípa svona inn í? „Nei alls ekki. Hann er náttúrulega mjög fylginn sér og duglegur en ég hefði kosið að þetta væri ekki svona í fjölmiðlunum. Ég held það væri fínt að þetta kæmi fram þegar við erum með eitthvað í hendi varðandi þessar umleitanir,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum fyrr en maður getur sagt frá einhverju sem er handfast. Þess vegna hef ég ekki verið að koma með mína aðkomu og mitt bréf til Pfizer fram í fjölmiðlum en ég sé mig tilneyddan til að gera það núna í ljósi þessara frétta sem eru í gangi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59