Móðurmál: Meðvituð um gamlar átröskunarhugsanir á meðgöngu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. desember 2020 20:01 Fyrirsætan og viðskiptafræðingurinn Ída Pálsdóttir segir frá sinni fyrstu meðgöngu og fæðingu í viðtalsliðnum Móðurmál. Aðsend mynd „Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli,“ segir Ída Pálsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Ída er 27 ára viðskiptafræðingur og tískudrottning sem starfar í versluninni Húrra Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Sigmundur Páll Freysteinsson fatahönnuður, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun árs. Litla fjölskyldan á skírnardaginn. Dóttirin fékk nafnið Kaía Blær. Aðsend mynd „Dóttir mín fæddist í byrjun fyrstu bylgju, þremur dögum eftir að fyrsta samkomubannið tók gildi. Covid-faraldurinn hafði engin áhrif á fæðinguna sjálfa þannig séð fyrir utan það að engar heimsóknir voru leyfðar. En hann hafði mikil áhrif á sjálft fæðingarorlofið. Ég er að sjálfsögðu þakklát fyrir góða heilsu í þessum heimsfaraldri og geri mér grein fyrir því að það er það sem skiptir lang mestu máli.“ Ída segist vera mikil félagsvera og því hafi tekið mikið á að geta ekki hitt fjölskyldu og vini eins og áður. Það spyrja mig margir hvort að það sé ekki „bara nice“ að vera í fæðingarorlofi á tímum sem þessum og það eru klárlega kostir við það. En gallarnir vega þyngra að mínu mati. Mikið af vinum og fjölskyldumeðlimum hafa til dæmis ekki ennþá hitt dóttur mína sem er að verða níu mánaða. Svo fylgir þessu líka kvíði. Kvíði yfir því að smitast þegar maður leyfir sér að fara út úr húsi og samviskubit yfir því að gera eitthvað annað en að vera heima hjá sér allan daginn, alla daga. Þessa dagana er Ída að njóta síðustu daga fæðingarorlofsins og byrjar hún svo að vinna aftur í janúar. „Er að vísu að taka nokkrar vaktir í Húrra Reykjavík núna í desember þar sem ég dýrka að vinna um jólin. Ég sakna þess líka smá að vera í skóla þannig að eftir jól ætla ég að taka tvo til þrjá áfanga í Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræði.“ Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég fékk bara einhverja tilfinningu og sagði Simma frá því. Ég var samt ekki alveg tilbúin að fá tilfinninguna staðfesta og beið viljandi í sólarhring með að taka próf. Ég bannaði meira að segja Simma að ræða þetta þangað til. Eins dramatískt og það hljómar vissi ég hvað það þýddi ef tilfinningin mín reyndist rétt, lífið yrði aldrei eins. Prófið kom jákvætt á svona tveimur sekúndum og ég starði bara á það í svona 5 mínútur. Þannig núna er allt breytt, og allt betra. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið ekkert rosalega vel fyrstu vikurnar. Ég kastaði mikið upp alveg fram að 18. viku og var brjálæðislega þreytt allan tímann. Á þeim tíma fór ég til dæmis í vinnuferð til Köben þar sem enginn vissi ennþá að ég væri ólétt. Þar var ég að vinna frá morgni til kvölds, á fullt af fundum og langaði helst að leggja mig eftir hvern einasta. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Hvað ég vissi lítið fyrir um meðgöngur. Sem er kannski alveg eðlilegt en damn! - Vel gert allar konur sem hafa gengið með barn! Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli. Eftir fæðinguna seldi ég svo flestar gallabuxurnar mínar til að pressa ekki á mig að komast í þær viku eftir fæðingu. Það var mjög góð ákvörðun, ég mæli með því. Glæsileg verðandi móðir. Ída segist hafa þurft að vanda sig á meðgöngunni til að takast á við líkamlegar breytingar vegna sögu sinnar með átröskun. Aðsend mynd Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég var mjög ánægð með þá þjónustu sem ég fékk. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Fyrst var það bara þetta klassíska, engin lyst á kaffi og í fyrsta sinn í mörg ár vaknaði ég alltaf sársvöng á morgnana. Svo sendi ég Simma út í búð eftir ótrúlegustu hlutum seint á kvöldin. Hlutirnir voru eins misjafnir og þeir voru margir. Appelsínur og súkkulaði kannski það vinsælasta. Eitt skiptið voru það til dæmis edamame baunir klukkan eitt um nótt. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Fólk spurði mig aðallega bara að því hvernig mér liði. Svo fór það eftir því hver spurði hversu hreinskilið maður svaraði. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Að vera alltaf þreytt. Ég hafði oftast ekki orku í að gera neitt á kvöldin og kveið því ef ég var með plön, sem var er mjög ólíkt mér. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að finna hreyfingar, fara í meðgöngujóga og láta nudda mig öll kvöld. Fenguð þið að vita kynið? Við fengum að vita kynið á tuttugustu viku. Ég var viss um að ég væri með strák þangað til á nítjándu viku þegar ég fékk sterka tilfinningu fyrir því að ég gengi með stelpu. Ef ég verð svo heppin að fá að ganga með annað barn væri ég samt til í að sleppa því að vita kynið, held ég. Ég er reyndar mjög forvitin svo við sjáum til. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið í Björkinni og svo fór ég í meðgöngujóga hjá Auði. Bæði var yndislegt. Það sem nýttist mér mest hjá Auði var að læra haföndun en ég notaði hana óspart í fæðingunni. Þar lærði ég líka að taka því sem kæmi í fæðingunni, að hafa ekki of miklar hugmyndir um hvernig fæðingarferlið yrði. Leyfa því að gerast sem á og þarf að gerast. Fæðingin: Fæðingin var frekar löng en gekk vel. Aðfaranótt þriðjudags var ég byrjuð að fá væga verki sem ég vissi samt ekki hvort væru samdrættir eða hvað þýddu. Ég fór á Mixed að borða með vinkonu minni um kvöldið og pantaði mér extra sterkan rétt. Ég veit ekki hvort það hafi gert útslagið en þá nótt byrjaði ég að fá mjög reglulega samdrætti. Elva ljósmóðir úr Björkinni kom svo heim til okkar daginn eftir og tók útvíkkun og þá var ég komin í tvo. Klukkan níu um kvöldið fór ég svo upp í Björkina gjörsamlega að drepast úr verkjum, en eftir nánari athugun var ég bara komin með fjóra í útvíkkun. Lítil heilbrigð stelpan komin í heiminn eftir langa og erfiða nótt. Aðsend mynd Jæja þá. Við tók lengsta nótt lífs míns þar sem ég var með mikla samdrætti á tveggja mínútna fresti. Ég var orðin alveg uppgefin og klukkan sex um morguninn skoðaði ljósmóðirin mig. Ég man ég hugsaði: „Ég hlýt að vera komin í að að minnsta kosti átta til níu í útvíkkun, það er stutt eftir.“ - Þá komu fréttirnar sem ég vissi ekki að ég hræddist því ég taldi þær ekki vera möguleika. Ég var ENNÞÁ í fjórum í útvíkkun. Ljósmæðurnar mæltu með því að ég færi upp á Landspítala til að fá mænudeyfingu og næði að hvílast. Ég grét einu tári og brunaði svo þangað. Þar fékk ég mænudeyfingu og náði að sofa í tvo tíma sem gjörsamlega breytti öllu. Ég var aftur komin með orkuna sem ég þurfti til að fæða barn. Belgurinn var sprengdur og allt fór í gang. Klukkutíma rembingur og hún mætti í heiminn 15:46. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Besta tilfinning í heiminum. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað mér fannst það gaman að fæða. Þetta er versti sársauki í heimi og allt það, en í heildina litið fannst mér fæðingin sjálf ótrúlega skemmtilegt ferli. Það eru örugglega margir ósammála mér. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið ótrúlega vel. Af fá stelpuna sína í fangið segir Ída hafa verið bestu tilfinningu í heimi. Aðsend mynd Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér finnst pressan klárlega til staðar. Það er auðvelt að láta plata sig í að maður þurfi hluti fyrir mörg hundruð þúsund fyrir lítið ungabarn. Það er algjört rugl og ég mæli með því, ef foreldrar hafa tök á því að fá einhverja hluti lánaða eða kaupa notað, að gera það. Það er líka misjafnt hvað nýtist fólki og því gott að sjá til með að kaupa suma hluti. Það er alltaf einhver til í að skjótast út í búð fyrir þig ef það þarf. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk mjög vel. Eftir að við vissum kynið þá fórum við að skrifa niður nöfn sem okkur fannst falleg og ræða þau. Kaía hefur verið uppáhalds nafnið mitt lengi og Blær uppáhalds nafnið hans Simma. Við ætluðum að skíra hana öðru millinafni alveg þangað til að hún fæddist, þar sem upprunalega planið var að skíra Blær ef við ættum von á strák. Svo fæddist hún og við vorum strax bæði sammála um að Kaía Blær passaði henni fullkomlega. Níu mánaða Kaía Blær ánægð með lífið. Aðsend mynd Hvernig gengur brjóstagjöfin? Brjóstagjöfin gekk smá brösulega fyrstu vikuna þar sem ég fékk mikinn stálma og hún átti erfitt með að taka brjóstið. En eftir það var ég svo lánsöm að hún gekk ótrúlega vel og gerir enn. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Ég mæli með að fylgja Kviknar á Instagram. Andrea Eyland sér um þann miðil og hún á svo ótrúlega mikið hrós skilið. Á Kviknar myndast umræður um allt milli himins og jarðar og mikið af þeim umræðum hafa hjálpað mér mikið. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Allavega bara til hins betra en eftir að við eignuðumst barn saman erum við bæði búin að trúlofast og gifta okkur! Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mundu að þú þekkir barnið þitt langbest sjálf og að ekkert barn er eins. Fallegar mæðgur. Ída er nú að klára sína síðustu daga í fæðingarorlofinu og snýr svo aftur til vinnu í janúar. Aðsend mynd Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Móðurmál: Gaf kærastanum pakka með óléttuprófi á bóndadaginn „Covid hefur haft áhrif á líf mitt eins og annarra en þegar kemur að meðgöngu og tilkomu dóttur minnar þá hefur það einna helst haft þau áhrif að ég hef þurft að sækja flestar skoðanir ein. Ég þurfti að fara í sónar ein, í mæðraverndina og svo hóf ég fæðingarferlið ein en kærastinn minn fékk ekki að koma fyrr en ég var komin af stað í virka fæðingu. Þá hafa mun færri af fjölskyldu og vinum hitt dóttur mína þrátt fyrir að hún sé orðin tveggja mánaða gömul. Mér þykir það mjög leitt,“ segir Sigríður Þóra í viðtalsliðnum Móðurmál. 19. desember 2020 08:25 Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Bone-orðin 10: Eva Lind elskar fallegt skegg og sjálfsöryggi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ída er 27 ára viðskiptafræðingur og tískudrottning sem starfar í versluninni Húrra Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Sigmundur Páll Freysteinsson fatahönnuður, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun árs. Litla fjölskyldan á skírnardaginn. Dóttirin fékk nafnið Kaía Blær. Aðsend mynd „Dóttir mín fæddist í byrjun fyrstu bylgju, þremur dögum eftir að fyrsta samkomubannið tók gildi. Covid-faraldurinn hafði engin áhrif á fæðinguna sjálfa þannig séð fyrir utan það að engar heimsóknir voru leyfðar. En hann hafði mikil áhrif á sjálft fæðingarorlofið. Ég er að sjálfsögðu þakklát fyrir góða heilsu í þessum heimsfaraldri og geri mér grein fyrir því að það er það sem skiptir lang mestu máli.“ Ída segist vera mikil félagsvera og því hafi tekið mikið á að geta ekki hitt fjölskyldu og vini eins og áður. Það spyrja mig margir hvort að það sé ekki „bara nice“ að vera í fæðingarorlofi á tímum sem þessum og það eru klárlega kostir við það. En gallarnir vega þyngra að mínu mati. Mikið af vinum og fjölskyldumeðlimum hafa til dæmis ekki ennþá hitt dóttur mína sem er að verða níu mánaða. Svo fylgir þessu líka kvíði. Kvíði yfir því að smitast þegar maður leyfir sér að fara út úr húsi og samviskubit yfir því að gera eitthvað annað en að vera heima hjá sér allan daginn, alla daga. Þessa dagana er Ída að njóta síðustu daga fæðingarorlofsins og byrjar hún svo að vinna aftur í janúar. „Er að vísu að taka nokkrar vaktir í Húrra Reykjavík núna í desember þar sem ég dýrka að vinna um jólin. Ég sakna þess líka smá að vera í skóla þannig að eftir jól ætla ég að taka tvo til þrjá áfanga í Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræði.“ Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég fékk bara einhverja tilfinningu og sagði Simma frá því. Ég var samt ekki alveg tilbúin að fá tilfinninguna staðfesta og beið viljandi í sólarhring með að taka próf. Ég bannaði meira að segja Simma að ræða þetta þangað til. Eins dramatískt og það hljómar vissi ég hvað það þýddi ef tilfinningin mín reyndist rétt, lífið yrði aldrei eins. Prófið kom jákvætt á svona tveimur sekúndum og ég starði bara á það í svona 5 mínútur. Þannig núna er allt breytt, og allt betra. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið ekkert rosalega vel fyrstu vikurnar. Ég kastaði mikið upp alveg fram að 18. viku og var brjálæðislega þreytt allan tímann. Á þeim tíma fór ég til dæmis í vinnuferð til Köben þar sem enginn vissi ennþá að ég væri ólétt. Þar var ég að vinna frá morgni til kvölds, á fullt af fundum og langaði helst að leggja mig eftir hvern einasta. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Hvað ég vissi lítið fyrir um meðgöngur. Sem er kannski alveg eðlilegt en damn! - Vel gert allar konur sem hafa gengið með barn! Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli. Eftir fæðinguna seldi ég svo flestar gallabuxurnar mínar til að pressa ekki á mig að komast í þær viku eftir fæðingu. Það var mjög góð ákvörðun, ég mæli með því. Glæsileg verðandi móðir. Ída segist hafa þurft að vanda sig á meðgöngunni til að takast á við líkamlegar breytingar vegna sögu sinnar með átröskun. Aðsend mynd Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég var mjög ánægð með þá þjónustu sem ég fékk. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Fyrst var það bara þetta klassíska, engin lyst á kaffi og í fyrsta sinn í mörg ár vaknaði ég alltaf sársvöng á morgnana. Svo sendi ég Simma út í búð eftir ótrúlegustu hlutum seint á kvöldin. Hlutirnir voru eins misjafnir og þeir voru margir. Appelsínur og súkkulaði kannski það vinsælasta. Eitt skiptið voru það til dæmis edamame baunir klukkan eitt um nótt. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Fólk spurði mig aðallega bara að því hvernig mér liði. Svo fór það eftir því hver spurði hversu hreinskilið maður svaraði. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Að vera alltaf þreytt. Ég hafði oftast ekki orku í að gera neitt á kvöldin og kveið því ef ég var með plön, sem var er mjög ólíkt mér. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að finna hreyfingar, fara í meðgöngujóga og láta nudda mig öll kvöld. Fenguð þið að vita kynið? Við fengum að vita kynið á tuttugustu viku. Ég var viss um að ég væri með strák þangað til á nítjándu viku þegar ég fékk sterka tilfinningu fyrir því að ég gengi með stelpu. Ef ég verð svo heppin að fá að ganga með annað barn væri ég samt til í að sleppa því að vita kynið, held ég. Ég er reyndar mjög forvitin svo við sjáum til. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið í Björkinni og svo fór ég í meðgöngujóga hjá Auði. Bæði var yndislegt. Það sem nýttist mér mest hjá Auði var að læra haföndun en ég notaði hana óspart í fæðingunni. Þar lærði ég líka að taka því sem kæmi í fæðingunni, að hafa ekki of miklar hugmyndir um hvernig fæðingarferlið yrði. Leyfa því að gerast sem á og þarf að gerast. Fæðingin: Fæðingin var frekar löng en gekk vel. Aðfaranótt þriðjudags var ég byrjuð að fá væga verki sem ég vissi samt ekki hvort væru samdrættir eða hvað þýddu. Ég fór á Mixed að borða með vinkonu minni um kvöldið og pantaði mér extra sterkan rétt. Ég veit ekki hvort það hafi gert útslagið en þá nótt byrjaði ég að fá mjög reglulega samdrætti. Elva ljósmóðir úr Björkinni kom svo heim til okkar daginn eftir og tók útvíkkun og þá var ég komin í tvo. Klukkan níu um kvöldið fór ég svo upp í Björkina gjörsamlega að drepast úr verkjum, en eftir nánari athugun var ég bara komin með fjóra í útvíkkun. Lítil heilbrigð stelpan komin í heiminn eftir langa og erfiða nótt. Aðsend mynd Jæja þá. Við tók lengsta nótt lífs míns þar sem ég var með mikla samdrætti á tveggja mínútna fresti. Ég var orðin alveg uppgefin og klukkan sex um morguninn skoðaði ljósmóðirin mig. Ég man ég hugsaði: „Ég hlýt að vera komin í að að minnsta kosti átta til níu í útvíkkun, það er stutt eftir.“ - Þá komu fréttirnar sem ég vissi ekki að ég hræddist því ég taldi þær ekki vera möguleika. Ég var ENNÞÁ í fjórum í útvíkkun. Ljósmæðurnar mæltu með því að ég færi upp á Landspítala til að fá mænudeyfingu og næði að hvílast. Ég grét einu tári og brunaði svo þangað. Þar fékk ég mænudeyfingu og náði að sofa í tvo tíma sem gjörsamlega breytti öllu. Ég var aftur komin með orkuna sem ég þurfti til að fæða barn. Belgurinn var sprengdur og allt fór í gang. Klukkutíma rembingur og hún mætti í heiminn 15:46. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Besta tilfinning í heiminum. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað mér fannst það gaman að fæða. Þetta er versti sársauki í heimi og allt það, en í heildina litið fannst mér fæðingin sjálf ótrúlega skemmtilegt ferli. Það eru örugglega margir ósammála mér. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið ótrúlega vel. Af fá stelpuna sína í fangið segir Ída hafa verið bestu tilfinningu í heimi. Aðsend mynd Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér finnst pressan klárlega til staðar. Það er auðvelt að láta plata sig í að maður þurfi hluti fyrir mörg hundruð þúsund fyrir lítið ungabarn. Það er algjört rugl og ég mæli með því, ef foreldrar hafa tök á því að fá einhverja hluti lánaða eða kaupa notað, að gera það. Það er líka misjafnt hvað nýtist fólki og því gott að sjá til með að kaupa suma hluti. Það er alltaf einhver til í að skjótast út í búð fyrir þig ef það þarf. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk mjög vel. Eftir að við vissum kynið þá fórum við að skrifa niður nöfn sem okkur fannst falleg og ræða þau. Kaía hefur verið uppáhalds nafnið mitt lengi og Blær uppáhalds nafnið hans Simma. Við ætluðum að skíra hana öðru millinafni alveg þangað til að hún fæddist, þar sem upprunalega planið var að skíra Blær ef við ættum von á strák. Svo fæddist hún og við vorum strax bæði sammála um að Kaía Blær passaði henni fullkomlega. Níu mánaða Kaía Blær ánægð með lífið. Aðsend mynd Hvernig gengur brjóstagjöfin? Brjóstagjöfin gekk smá brösulega fyrstu vikuna þar sem ég fékk mikinn stálma og hún átti erfitt með að taka brjóstið. En eftir það var ég svo lánsöm að hún gekk ótrúlega vel og gerir enn. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Ég mæli með að fylgja Kviknar á Instagram. Andrea Eyland sér um þann miðil og hún á svo ótrúlega mikið hrós skilið. Á Kviknar myndast umræður um allt milli himins og jarðar og mikið af þeim umræðum hafa hjálpað mér mikið. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Allavega bara til hins betra en eftir að við eignuðumst barn saman erum við bæði búin að trúlofast og gifta okkur! Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mundu að þú þekkir barnið þitt langbest sjálf og að ekkert barn er eins. Fallegar mæðgur. Ída er nú að klára sína síðustu daga í fæðingarorlofinu og snýr svo aftur til vinnu í janúar. Aðsend mynd
Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Móðurmál: Gaf kærastanum pakka með óléttuprófi á bóndadaginn „Covid hefur haft áhrif á líf mitt eins og annarra en þegar kemur að meðgöngu og tilkomu dóttur minnar þá hefur það einna helst haft þau áhrif að ég hef þurft að sækja flestar skoðanir ein. Ég þurfti að fara í sónar ein, í mæðraverndina og svo hóf ég fæðingarferlið ein en kærastinn minn fékk ekki að koma fyrr en ég var komin af stað í virka fæðingu. Þá hafa mun færri af fjölskyldu og vinum hitt dóttur mína þrátt fyrir að hún sé orðin tveggja mánaða gömul. Mér þykir það mjög leitt,“ segir Sigríður Þóra í viðtalsliðnum Móðurmál. 19. desember 2020 08:25 Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Bone-orðin 10: Eva Lind elskar fallegt skegg og sjálfsöryggi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móðurmál: Gaf kærastanum pakka með óléttuprófi á bóndadaginn „Covid hefur haft áhrif á líf mitt eins og annarra en þegar kemur að meðgöngu og tilkomu dóttur minnar þá hefur það einna helst haft þau áhrif að ég hef þurft að sækja flestar skoðanir ein. Ég þurfti að fara í sónar ein, í mæðraverndina og svo hóf ég fæðingarferlið ein en kærastinn minn fékk ekki að koma fyrr en ég var komin af stað í virka fæðingu. Þá hafa mun færri af fjölskyldu og vinum hitt dóttur mína þrátt fyrir að hún sé orðin tveggja mánaða gömul. Mér þykir það mjög leitt,“ segir Sigríður Þóra í viðtalsliðnum Móðurmál. 19. desember 2020 08:25
Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01
Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00