Útlit fyrir rauð jól víðast hvar á landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2020 07:05 Það mun rigna talsvert á sunnan- og vestanlands á morgun og spáð er hlýindum um allt land þegar jólin ganga í garð klukkan sex annað kvöld. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir auða jörð víðast hvar á landinu þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld vegna lægðar sem nálgast landið seint í kvöld. Jólin verða því líklegast rauð. Lægðinni fylgja hlýindi um allt land og töluverð rigning sunnan- og vestanlands að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Þá mun væntanlega hvergi falla fallegur jólasnjór á morgun og þar sem er snjór nú þegar mun hann að öllum líkindum taka eitthvað upp vegna hlýindanna. Það verður þó misjafnt eftir landshlutum hversu mikið snjóinn tekur upp samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Aðfaranótt jóladags mun hins vegar kólna aftur og því er ekki útilokað að íbúar á Suður- og Vesturlandi vakni við hvíta jörð á jóladagsmorgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í dag, Þorláksmessu, verður annars fremur hægur vindur og víða léttskýjað á landinu en bjartviðrinu fylgir kuldi og verður frost í flestum landshlutum, sums staðar talsvert. „Seint í kvöld er svo vaxandi sunnanátt vestanlands þegar hitaskil lægðar morgundagsins nálgast. Á morgun er útlit fyrir sunnan allhvassan eða hvassan vind, jafnvel storm norðvestantil á landinu. Lægðinni fylgja hlýindi og rigning sunnan- og vestanlands. Aðfaranótt jóladags mun þó kólna aftur og ekki útilokað að jörð muni hvítna á Suður- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Vestlæg átt, 5-10 m/s, en lengst af 8-13 suðaustantil. Bjartviðri, en stöku él með norðurströndinni. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp í kvöld og nótt, fyrst vestanlands. Sunnan 13-18 m/s á morgun, en 18-23 víða norðvestantil. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, annars skýjað en úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Sunnan 13-20 m/s og rigning, en heldur hægari og lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig síðdegis. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, allhvöss sunnan- og vestantil. Rigning í fyrstu austanlands, en léttir til þar er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki. Á laugardag (annar í jólum): Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Ákveðin norðlæg átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan, en þurrt að kalla syðra. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina. Á mánudag: Vestlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en dálítil él austast. Frost 0 til 8 stig. Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lægðinni fylgja hlýindi um allt land og töluverð rigning sunnan- og vestanlands að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Þá mun væntanlega hvergi falla fallegur jólasnjór á morgun og þar sem er snjór nú þegar mun hann að öllum líkindum taka eitthvað upp vegna hlýindanna. Það verður þó misjafnt eftir landshlutum hversu mikið snjóinn tekur upp samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Aðfaranótt jóladags mun hins vegar kólna aftur og því er ekki útilokað að íbúar á Suður- og Vesturlandi vakni við hvíta jörð á jóladagsmorgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í dag, Þorláksmessu, verður annars fremur hægur vindur og víða léttskýjað á landinu en bjartviðrinu fylgir kuldi og verður frost í flestum landshlutum, sums staðar talsvert. „Seint í kvöld er svo vaxandi sunnanátt vestanlands þegar hitaskil lægðar morgundagsins nálgast. Á morgun er útlit fyrir sunnan allhvassan eða hvassan vind, jafnvel storm norðvestantil á landinu. Lægðinni fylgja hlýindi og rigning sunnan- og vestanlands. Aðfaranótt jóladags mun þó kólna aftur og ekki útilokað að jörð muni hvítna á Suður- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Vestlæg átt, 5-10 m/s, en lengst af 8-13 suðaustantil. Bjartviðri, en stöku él með norðurströndinni. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp í kvöld og nótt, fyrst vestanlands. Sunnan 13-18 m/s á morgun, en 18-23 víða norðvestantil. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, annars skýjað en úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Sunnan 13-20 m/s og rigning, en heldur hægari og lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig síðdegis. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, allhvöss sunnan- og vestantil. Rigning í fyrstu austanlands, en léttir til þar er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki. Á laugardag (annar í jólum): Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Ákveðin norðlæg átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan, en þurrt að kalla syðra. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina. Á mánudag: Vestlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en dálítil él austast. Frost 0 til 8 stig.
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira