Biden fékk bóluefnið í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 21:04 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var bólusettur í daag. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. Biden heimsótti sjúkrahús í bænum Newark í Delaware-ríki þar sem hjúkrunarfræðingur að nafni Tabe Masa sprautaði bóluefni Pfizer og BioNTech í hægri handlegg hins verðandi forseta Vika er liðin frá því að bólusetningar á forgangshópum hófust í Bandaríkjunum en stutt er síðan Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti neyðarleyfi svo að bólusetning með bóluefni Pfizer gæti hafist í Bandaríkjunum. Það fór vel á með þeim Masa og Biden á meðan sú fyrrnefnda undirbjó sprautuna sem er sú fyrri af tveimur sem þarf til að ná 95 prósent virkni gegn veirunni. Ekki hefur verið greint frá því hvenær síðari bólusetning Bidens fer fram. Myndavélarnar fylgdust grannt með þegar Biden var sprautaður en helstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu beint frá viðburðinum. „Ég er að gera þetta til þess að sýna fram á að Bandaríkjamenn eiga að vera reiðubúnir þegar tækifærið gefst að fá bóluefnið. Það er algjörlega óþarft að hafa áhyggjur,“ sagði Biden. WATCH: President-elect Biden receives coronavirus vaccine."I’m doing this to demonstrate that people should be prepared when it’s available to take the vaccine." pic.twitter.com/YBpcOE38O5— MSNBC (@MSNBC) December 21, 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í talsverðum vexti í Bandaríkjunum í vetur en alls hafa yfir 150 þúsund manns greinst með veiruna daglega undanfarna daga. Frá því í vor hafa 17,9 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 318 þúsund hafa látist. Biden hefur sagt að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti forseta að dreifa bóluefni til Bandaríkjamanna eins fljótt og auðið er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Biden heimsótti sjúkrahús í bænum Newark í Delaware-ríki þar sem hjúkrunarfræðingur að nafni Tabe Masa sprautaði bóluefni Pfizer og BioNTech í hægri handlegg hins verðandi forseta Vika er liðin frá því að bólusetningar á forgangshópum hófust í Bandaríkjunum en stutt er síðan Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti neyðarleyfi svo að bólusetning með bóluefni Pfizer gæti hafist í Bandaríkjunum. Það fór vel á með þeim Masa og Biden á meðan sú fyrrnefnda undirbjó sprautuna sem er sú fyrri af tveimur sem þarf til að ná 95 prósent virkni gegn veirunni. Ekki hefur verið greint frá því hvenær síðari bólusetning Bidens fer fram. Myndavélarnar fylgdust grannt með þegar Biden var sprautaður en helstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu beint frá viðburðinum. „Ég er að gera þetta til þess að sýna fram á að Bandaríkjamenn eiga að vera reiðubúnir þegar tækifærið gefst að fá bóluefnið. Það er algjörlega óþarft að hafa áhyggjur,“ sagði Biden. WATCH: President-elect Biden receives coronavirus vaccine."I’m doing this to demonstrate that people should be prepared when it’s available to take the vaccine." pic.twitter.com/YBpcOE38O5— MSNBC (@MSNBC) December 21, 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í talsverðum vexti í Bandaríkjunum í vetur en alls hafa yfir 150 þúsund manns greinst með veiruna daglega undanfarna daga. Frá því í vor hafa 17,9 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 318 þúsund hafa látist. Biden hefur sagt að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti forseta að dreifa bóluefni til Bandaríkjamanna eins fljótt og auðið er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33