Fá að bjóða upp á útiæfingar eftir allt saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 17:51 Stöðinni var gert að loka um helgina þar sem lögregla mat það svo að útiæfingar væru óheimilar. CrossFit-stöðvum er heimilt að verða með útiæfingar fyrir iðkendur sína samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum. Yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu hefur fengið þetta staðfest, en lögregla gerði stöðinni að loka um helgina og sagði útiæfingar óheimilar. „Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju. CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju.
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21