„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. desember 2020 13:32 Víðir Reynisson var mættur aftur í brúnna á upplýsingafundinn í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira