Rafmagnsskortur í Kína rakinn til deilu við Ástrala Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 13:21 Kolaverð hefur hækkað mikið í Kína að undanförnu. AP/Wang Kai/Xinhua Búið er að loka verksmiðjum víða í Kína og yfirvöld borga hafa gert íbúum að spara rafmagnsnotkun vegna orkuskorts í landinu. Samhliða skortinum og takmörkunum fer hitastig lækkandi. Financial Times segir ástandið undirstrika vanda yfirvalda Kína varðandi harða utanríkisstefnu þeirra og þarfa hagkerfisins. Orkuskortinn má nefnilega að einhverju leyti rekja til þess að yfirvöld í Kína hafa stöðvað innflutning kola frá Ástralíu vegna deilna ríkjanna. Í frétt ABC News í Ástralíu frá helginni segir að í nóvember hafi rúmlega 60 kolaskip frá Ástralíu verið stöðvuð í kínverskri landhelgi. Samkvæmt frétt South China Morning Post í síðustu viku hefur kolaverð hækkað gífurlega að undanförnu. Þar er haft eftir yfirvöldum Kína að ríkið búi yfir nægum birgðum út veturinn en þrátt fyrir þá yfirlýsingu hafa ráðmenn skipað embættismönnum víðsvegar um landið að draga úr raforkunotkun. Samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Í Hunan-héraði er ekki kveikt á helmingi ljósastaura og þá hefur verið slökkt á lyftum í háum byggingum í Changsha, höfuðborg héraðsins. Þar hafa íbúar þurft að ganga upp allt að tuttugu hæðir til að komast til vinnu. Maður sem vinnur í slíkri byggingu sagði blaðamönnum FT að hann hefði aldrei átt í meiri vandræðum með að komast í vinnuna. Hann sat til að mynda fastur í lyftu í 40 mínútur eftir að hún varð rafmagnslaus. Sambærilegar sögur hafa borist frá fleiri héruðum landsins. Yfirvöld í Kína segja að kuldakasti og aukinni eftirspurn sé um að kenna. Í samtali við FT sagði yfirmaður kínversk orkufyrirtækis að mörg af smærri orkuverum Kína reiði á kol frá Ástralíu vegna gæða þess og forsvarsmenn þeirra eigi í erfiðleikum með að finna eitthvað í staðinn. Þá ráði kínversk námuvinnsla ekki við þá auknu eftirspurn sem hefur fylgt innflutningsbanninu. Ástralía Kína Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Financial Times segir ástandið undirstrika vanda yfirvalda Kína varðandi harða utanríkisstefnu þeirra og þarfa hagkerfisins. Orkuskortinn má nefnilega að einhverju leyti rekja til þess að yfirvöld í Kína hafa stöðvað innflutning kola frá Ástralíu vegna deilna ríkjanna. Í frétt ABC News í Ástralíu frá helginni segir að í nóvember hafi rúmlega 60 kolaskip frá Ástralíu verið stöðvuð í kínverskri landhelgi. Samkvæmt frétt South China Morning Post í síðustu viku hefur kolaverð hækkað gífurlega að undanförnu. Þar er haft eftir yfirvöldum Kína að ríkið búi yfir nægum birgðum út veturinn en þrátt fyrir þá yfirlýsingu hafa ráðmenn skipað embættismönnum víðsvegar um landið að draga úr raforkunotkun. Samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Í Hunan-héraði er ekki kveikt á helmingi ljósastaura og þá hefur verið slökkt á lyftum í háum byggingum í Changsha, höfuðborg héraðsins. Þar hafa íbúar þurft að ganga upp allt að tuttugu hæðir til að komast til vinnu. Maður sem vinnur í slíkri byggingu sagði blaðamönnum FT að hann hefði aldrei átt í meiri vandræðum með að komast í vinnuna. Hann sat til að mynda fastur í lyftu í 40 mínútur eftir að hún varð rafmagnslaus. Sambærilegar sögur hafa borist frá fleiri héruðum landsins. Yfirvöld í Kína segja að kuldakasti og aukinni eftirspurn sé um að kenna. Í samtali við FT sagði yfirmaður kínversk orkufyrirtækis að mörg af smærri orkuverum Kína reiði á kol frá Ástralíu vegna gæða þess og forsvarsmenn þeirra eigi í erfiðleikum með að finna eitthvað í staðinn. Þá ráði kínversk námuvinnsla ekki við þá auknu eftirspurn sem hefur fylgt innflutningsbanninu.
Ástralía Kína Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira