Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 12:21 þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Egill Aðalsteinsson Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira