Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 20:00 Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Vísir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. „Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. „Það eru ótrúlega margir búnir að nefna það við mig að þetta skapi hugrenningartengsl við jólaguðspjallið, að það sé fólk hérna að fara og láta skrásetja sig og sé eiginlega á flótta undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég held samt að von jólaguðspjallsins sé yfir okkur öllum ennþá,“ segir Sigríður. Hún segir að Seyðfirðingum sé mjög brugðið. Ástandið hafi haft rosaleg áhrif á fólk og fólk sé orðið lúið. „Maður finnur það, bæði því þetta eru orðnir svo margir dagar og viðvarandi ástand af því að það hélt alltaf áfram að rigna og það var ekkert útlit fyrir að það myndi fara að lagast, finnur maður hvað þetta hefur rosaleg áhrif á fólk. Hvað þetta er lýjandi og hvað þetta er streituvaldandi,“ segir Sigríður. „Mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa“ Fólk sé því fegið að ekki hafi farið vel og að ekkert manntjón hafi orðið. „Allir eru óendanlega þakklátir fyrir að ekki fór verr og að það hafi allir sloppið. Það var ljóst frekar snemma að það voru allir heilir á höldnu og rýming gekk ótrúlega vel.“ Hún og aðrir prestar á Austurlandi hafa sinnt sálgæslu í dag. Hún segist ekki hafa gert það í gær, en þá var hún ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. „Ég yfirgaf heimili mitt í gær og við vorum í samfloti með fólki og gistum á alveg frábærum stað. Ég veit að það fengu allir stað til að gista á og enginn þurfti að gista í fjöldahjálparstöðinni. En ég sinnti engum sálrænum stuðningi í gær, þá var ég bara ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili mitt og aðrir tóku boltann sem var mjög gott,“ segir Sigríður. „En við prestarnir höfum verið í fjöldahjálparstöðinni að veita sálrænan stuðning og hringja í fólk. Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa. Ég í raun og veru hef verið undir minna álagi en margir,“ segir hún. Sigríður átti að skíra barn í morgun en hún áttaði sig á því þegar hún vaknaði að hún væri ekki með neitt með sér nema gúmmístígvél. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum en auðvitað er það bara smáatriði en það er alltaf hægt að redda svoleiðis hlutum.“ Múlaþing Jól Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Almannavarnir Trúmál Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
„Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. „Það eru ótrúlega margir búnir að nefna það við mig að þetta skapi hugrenningartengsl við jólaguðspjallið, að það sé fólk hérna að fara og láta skrásetja sig og sé eiginlega á flótta undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég held samt að von jólaguðspjallsins sé yfir okkur öllum ennþá,“ segir Sigríður. Hún segir að Seyðfirðingum sé mjög brugðið. Ástandið hafi haft rosaleg áhrif á fólk og fólk sé orðið lúið. „Maður finnur það, bæði því þetta eru orðnir svo margir dagar og viðvarandi ástand af því að það hélt alltaf áfram að rigna og það var ekkert útlit fyrir að það myndi fara að lagast, finnur maður hvað þetta hefur rosaleg áhrif á fólk. Hvað þetta er lýjandi og hvað þetta er streituvaldandi,“ segir Sigríður. „Mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa“ Fólk sé því fegið að ekki hafi farið vel og að ekkert manntjón hafi orðið. „Allir eru óendanlega þakklátir fyrir að ekki fór verr og að það hafi allir sloppið. Það var ljóst frekar snemma að það voru allir heilir á höldnu og rýming gekk ótrúlega vel.“ Hún og aðrir prestar á Austurlandi hafa sinnt sálgæslu í dag. Hún segist ekki hafa gert það í gær, en þá var hún ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. „Ég yfirgaf heimili mitt í gær og við vorum í samfloti með fólki og gistum á alveg frábærum stað. Ég veit að það fengu allir stað til að gista á og enginn þurfti að gista í fjöldahjálparstöðinni. En ég sinnti engum sálrænum stuðningi í gær, þá var ég bara ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili mitt og aðrir tóku boltann sem var mjög gott,“ segir Sigríður. „En við prestarnir höfum verið í fjöldahjálparstöðinni að veita sálrænan stuðning og hringja í fólk. Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa. Ég í raun og veru hef verið undir minna álagi en margir,“ segir hún. Sigríður átti að skíra barn í morgun en hún áttaði sig á því þegar hún vaknaði að hún væri ekki með neitt með sér nema gúmmístígvél. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum en auðvitað er það bara smáatriði en það er alltaf hægt að redda svoleiðis hlutum.“
Múlaþing Jól Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Almannavarnir Trúmál Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28