Bjargvætturinn Benzema alltaf til staðar þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Benzema er stór ástæða þess að Real er snúið aftur í titilbaráttuna á Spáni. Denis Doyle/Getty Images Þegar tímabil Real Madrid virtist endanlega vera fara fjandans til þá steig hinn 33 ára gamli Karim Benzema upp, setti liðið á herðar sér og dró það í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ekki nóg með það heldur gerði hann slíkt hið sama heima fyrir. Þökk sé honum er liðið óvænt komið í toppbaráttu á nýjan leik. Liðið þarf enn og aftur á Benzema að halda er það heimsækir Eibar í kvöld en ekkert annað en sigur kemur til greina. Karim Benzema believes the #LaLiga champions are "on the right track" ahead of potentially returning to the top of table with a win at Eibar on Sunday.— SuperSport (@SuperSportTV) December 18, 2020 Mörg óvænt töp í upphafi leiktíðar Það stefndi ekki í að Real yrði meistari á síðustu leiktíð en eftir að spænski boltinn fór að rúlla á nýjan leik eftir Covid-pásuna svokölluðu í sumar þá stungu þeir einfaldlega af. Sigrarnir voru ekki þeir fallegustu en þeir dugðu til þess að tryggja Real sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Mögulega fögnuðu leikmenn Real aðeins of ákaft í sumarfríinu en gengið liðsins hefur ekki staðið undir væntingum framan af tímabili. Óvænt töp á heimavelli gegn Cádiz, Shakhtar Donetsk og Depertivo Alavés. Standa upp úr. Þá tapaði Real einnig 4-1 gegn Valencia á útivelli ásamt því að tapa útileiknum gegn Shakhtar í Meistaradeildinni. Mikil umræða hefur myndast í kringum leikmannahóp Real en talið er að það þurfi að yngja upp. Verandi Real þá eru stærstu stjörnur Evrópu orðaðar við félagið og tvær af þeim eru framherjarnir Kylian Mbappé og Erling Braut Håland. Talið er að Real ætli að fjárfesta í þeim á næstu misserum. Þeir þyrftu hins vegar að slá hinn síunga Karim Benzema úr liði Real. Framherjinn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Cristiano Ronaldo ákvað að söðla um og fara til Ítalíumeistara Juventus. Benzema hefur verið hjá Real Madrid síðan 2009 en nær alltaf í aukahlutverki. Það er allt þangað til Ronaldo fór. Zidane thinks Benzema is the best French forward of all time pic.twitter.com/3EB9D5gbwT— B/R Football (@brfootball) December 18, 2020 Hlutverk hans hjá Real snerist meira um að búa til færi og pláss fyrir Ronaldo heldur en að skora sjálfur. Segja má að Roberto Firmino sé að glíma við sama vandamál hjá Liverpool í dag. Framherji í frábæru liði þar sem hlutverk hans er ekki endilega að skora gríðarlegt magn af mörkum. Samt sem áður eru þeir framherjar og því dæmdir af fjölda marka sem þeir skora. Það hefur ef til vill ekki hjálpað Benzema að hann hefur ekki verið hluti af franska landsliðinu síðan árið 2015. Liðið fór í úrslit á EM 2016 og vann HM tveimur árum síðar. Ef til vill væri umræðan um Benzema önnur ef hann hefði verið fremsti maður í stað Oliver Giroud á þessum tveimur stórmótum. Benzema var ekki valinn á sínum tíma vegna þess að gamall vinur eða kunningi átti að hafa reynt að fjárkúga Mathieu Valbuena, samherja hans hjá franska landsliðinu. Því máli er ekki enn lokið. Benzema fór á HM 2014 í Brasilíu. Alls spilaði hann 81 leik fyrir franska landsliðið og skoraði 27 mörk.Marius Becker/Getty Images Benzema til bjargar þegar mest á reynir Benzema skoraði 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem og leiktíðinni þar á undan. Á þessari leiktíð hefur hann skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í ellefu leikjum. Hann þarf því aðeins að gefa í ef hann ætlar að ná 21 marki þriðja árið í röð. Benzema hefur hins vegar stigið virkilega upp undanfarið og skoraði til að mynda bæði mörk Real í 2-0 sigri á Mönchengladbach í Meistardeild Evrópu. Sá sigur tryggði Real sæti í 16-liða úrslitum en liðið varð að vinna til að komast áfram. Sá sigur var mitt á milli 1-0 sigurs gegn Sevilla og 2-0 sigurs gegn Atlético Madrid. Benzema skoraði ekki í þeim leikjum en var aðeins stórbrotinni markvörslu frá Jan Oblak að koma Real yfir gegn nágrönnum sínum í Atlético. Þar var Benzema í sínu gamalkunna hlutverki, að búa til pláss og færi fyrir samherja sína. Benzema var svo aftur á ferðinni í 3-1 sigri Madrid á Athletic Bilbao í síðustu umferð. Þar var staðan jöfn 1-1 þegar fimmtán mínútur lifðu leiks en Frakkinn skoraði tvívegis og tryggði Real 3-1 sigur. Klippa: Benzema til bjargar Sá sigur lyfti Real upp í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Atlético Madrid og Real Sociedad. Nú þurfa Benzema og samherjar að leggja Eibar af velli og þá verður hægt að gleyma þessum klaufalegu töpum í upphafi tímabils. Leikur Eibar og Real Madrid er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en útsending tíu mínútum fyrr. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Ekki nóg með það heldur gerði hann slíkt hið sama heima fyrir. Þökk sé honum er liðið óvænt komið í toppbaráttu á nýjan leik. Liðið þarf enn og aftur á Benzema að halda er það heimsækir Eibar í kvöld en ekkert annað en sigur kemur til greina. Karim Benzema believes the #LaLiga champions are "on the right track" ahead of potentially returning to the top of table with a win at Eibar on Sunday.— SuperSport (@SuperSportTV) December 18, 2020 Mörg óvænt töp í upphafi leiktíðar Það stefndi ekki í að Real yrði meistari á síðustu leiktíð en eftir að spænski boltinn fór að rúlla á nýjan leik eftir Covid-pásuna svokölluðu í sumar þá stungu þeir einfaldlega af. Sigrarnir voru ekki þeir fallegustu en þeir dugðu til þess að tryggja Real sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Mögulega fögnuðu leikmenn Real aðeins of ákaft í sumarfríinu en gengið liðsins hefur ekki staðið undir væntingum framan af tímabili. Óvænt töp á heimavelli gegn Cádiz, Shakhtar Donetsk og Depertivo Alavés. Standa upp úr. Þá tapaði Real einnig 4-1 gegn Valencia á útivelli ásamt því að tapa útileiknum gegn Shakhtar í Meistaradeildinni. Mikil umræða hefur myndast í kringum leikmannahóp Real en talið er að það þurfi að yngja upp. Verandi Real þá eru stærstu stjörnur Evrópu orðaðar við félagið og tvær af þeim eru framherjarnir Kylian Mbappé og Erling Braut Håland. Talið er að Real ætli að fjárfesta í þeim á næstu misserum. Þeir þyrftu hins vegar að slá hinn síunga Karim Benzema úr liði Real. Framherjinn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Cristiano Ronaldo ákvað að söðla um og fara til Ítalíumeistara Juventus. Benzema hefur verið hjá Real Madrid síðan 2009 en nær alltaf í aukahlutverki. Það er allt þangað til Ronaldo fór. Zidane thinks Benzema is the best French forward of all time pic.twitter.com/3EB9D5gbwT— B/R Football (@brfootball) December 18, 2020 Hlutverk hans hjá Real snerist meira um að búa til færi og pláss fyrir Ronaldo heldur en að skora sjálfur. Segja má að Roberto Firmino sé að glíma við sama vandamál hjá Liverpool í dag. Framherji í frábæru liði þar sem hlutverk hans er ekki endilega að skora gríðarlegt magn af mörkum. Samt sem áður eru þeir framherjar og því dæmdir af fjölda marka sem þeir skora. Það hefur ef til vill ekki hjálpað Benzema að hann hefur ekki verið hluti af franska landsliðinu síðan árið 2015. Liðið fór í úrslit á EM 2016 og vann HM tveimur árum síðar. Ef til vill væri umræðan um Benzema önnur ef hann hefði verið fremsti maður í stað Oliver Giroud á þessum tveimur stórmótum. Benzema var ekki valinn á sínum tíma vegna þess að gamall vinur eða kunningi átti að hafa reynt að fjárkúga Mathieu Valbuena, samherja hans hjá franska landsliðinu. Því máli er ekki enn lokið. Benzema fór á HM 2014 í Brasilíu. Alls spilaði hann 81 leik fyrir franska landsliðið og skoraði 27 mörk.Marius Becker/Getty Images Benzema til bjargar þegar mest á reynir Benzema skoraði 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem og leiktíðinni þar á undan. Á þessari leiktíð hefur hann skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í ellefu leikjum. Hann þarf því aðeins að gefa í ef hann ætlar að ná 21 marki þriðja árið í röð. Benzema hefur hins vegar stigið virkilega upp undanfarið og skoraði til að mynda bæði mörk Real í 2-0 sigri á Mönchengladbach í Meistardeild Evrópu. Sá sigur tryggði Real sæti í 16-liða úrslitum en liðið varð að vinna til að komast áfram. Sá sigur var mitt á milli 1-0 sigurs gegn Sevilla og 2-0 sigurs gegn Atlético Madrid. Benzema skoraði ekki í þeim leikjum en var aðeins stórbrotinni markvörslu frá Jan Oblak að koma Real yfir gegn nágrönnum sínum í Atlético. Þar var Benzema í sínu gamalkunna hlutverki, að búa til pláss og færi fyrir samherja sína. Benzema var svo aftur á ferðinni í 3-1 sigri Madrid á Athletic Bilbao í síðustu umferð. Þar var staðan jöfn 1-1 þegar fimmtán mínútur lifðu leiks en Frakkinn skoraði tvívegis og tryggði Real 3-1 sigur. Klippa: Benzema til bjargar Sá sigur lyfti Real upp í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Atlético Madrid og Real Sociedad. Nú þurfa Benzema og samherjar að leggja Eibar af velli og þá verður hægt að gleyma þessum klaufalegu töpum í upphafi tímabils. Leikur Eibar og Real Madrid er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en útsending tíu mínútum fyrr. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira