Samhugur, samstaða og samvera í heimsfaraldri Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifa 18. desember 2020 15:00 Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar