Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. desember 2020 08:20 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt er að öllum líkindum ónýtt. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32. Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32.
Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira