Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 22:14 Mikið hreinsunarstarf fór fram á Seyðisfirði í dag en aurinn úr hlíðum fjallsins hefur flætt um göturnar og reynst erfiður fyrir. Vísir/Egill Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sem valdið hafa miklum aurskriðum á Seyðisfirði. Auk hlaupsins í Búðará féll skriða utan Dagmálalækjar úr Botnabrú og lítil skriða féll í Eskifirði við Högnastaði. Aðstæður þar kalla ekki á sérstakan viðbúnaðar að sögn Almannavarnadeildar. Miklum rigningum spáir næstu daga og þá sérstaklega í kvöld en með hléum fram á sunnudag. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig almannavarna er...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, December 17, 2020 „Hlíðin ofan Seyðisfjarðar er enn óstöðug og má búast við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni,“ stendur í færslunni. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í dag og gekk hún vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert tjón á húsnæði er. Þó hefur vatn og aur komist inn í nokkur húsanna. Enn mælir Veðurstofa Íslands með áframhaldandi rýmingu á húsum á Seyðisfirði og hefur fjöldi fólks fengið inn á heimili vina og ættingja. Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var á Seyðisfirði í vikunni. Múlaþing Veður Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Fjarðabyggð Tengdar fréttir Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sem valdið hafa miklum aurskriðum á Seyðisfirði. Auk hlaupsins í Búðará féll skriða utan Dagmálalækjar úr Botnabrú og lítil skriða féll í Eskifirði við Högnastaði. Aðstæður þar kalla ekki á sérstakan viðbúnaðar að sögn Almannavarnadeildar. Miklum rigningum spáir næstu daga og þá sérstaklega í kvöld en með hléum fram á sunnudag. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig almannavarna er...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, December 17, 2020 „Hlíðin ofan Seyðisfjarðar er enn óstöðug og má búast við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni,“ stendur í færslunni. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í dag og gekk hún vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert tjón á húsnæði er. Þó hefur vatn og aur komist inn í nokkur húsanna. Enn mælir Veðurstofa Íslands með áframhaldandi rýmingu á húsum á Seyðisfirði og hefur fjöldi fólks fengið inn á heimili vina og ættingja. Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var á Seyðisfirði í vikunni.
Múlaþing Veður Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Fjarðabyggð Tengdar fréttir Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44