Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 22:14 Mikið hreinsunarstarf fór fram á Seyðisfirði í dag en aurinn úr hlíðum fjallsins hefur flætt um göturnar og reynst erfiður fyrir. Vísir/Egill Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sem valdið hafa miklum aurskriðum á Seyðisfirði. Auk hlaupsins í Búðará féll skriða utan Dagmálalækjar úr Botnabrú og lítil skriða féll í Eskifirði við Högnastaði. Aðstæður þar kalla ekki á sérstakan viðbúnaðar að sögn Almannavarnadeildar. Miklum rigningum spáir næstu daga og þá sérstaklega í kvöld en með hléum fram á sunnudag. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig almannavarna er...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, December 17, 2020 „Hlíðin ofan Seyðisfjarðar er enn óstöðug og má búast við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni,“ stendur í færslunni. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í dag og gekk hún vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert tjón á húsnæði er. Þó hefur vatn og aur komist inn í nokkur húsanna. Enn mælir Veðurstofa Íslands með áframhaldandi rýmingu á húsum á Seyðisfirði og hefur fjöldi fólks fengið inn á heimili vina og ættingja. Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var á Seyðisfirði í vikunni. Múlaþing Veður Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Fjarðabyggð Tengdar fréttir Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sem valdið hafa miklum aurskriðum á Seyðisfirði. Auk hlaupsins í Búðará féll skriða utan Dagmálalækjar úr Botnabrú og lítil skriða féll í Eskifirði við Högnastaði. Aðstæður þar kalla ekki á sérstakan viðbúnaðar að sögn Almannavarnadeildar. Miklum rigningum spáir næstu daga og þá sérstaklega í kvöld en með hléum fram á sunnudag. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig almannavarna er...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, December 17, 2020 „Hlíðin ofan Seyðisfjarðar er enn óstöðug og má búast við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni,“ stendur í færslunni. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í dag og gekk hún vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert tjón á húsnæði er. Þó hefur vatn og aur komist inn í nokkur húsanna. Enn mælir Veðurstofa Íslands með áframhaldandi rýmingu á húsum á Seyðisfirði og hefur fjöldi fólks fengið inn á heimili vina og ættingja. Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var á Seyðisfirði í vikunni.
Múlaþing Veður Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Fjarðabyggð Tengdar fréttir Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44