Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í Alexandra Palace í dag. Fyrra útsending dagsins hefst klukkan 12.00 og sú síðara klukkan 18.00.
Sýnt verður beint frá CME Group Tour meistaramótinu klukkan 18.00 en klukkan 19.55 og 20.00 er komið að fótboltaleikjum dagsins. Athletic Bilbao tekur á móti Huesca og svo er það enska B-deildin; Preston North End gegn Bristol City.
Klukkan 20.00 er það svo komið að Domino’s Körfuboltakvöldi en síðasti þáttur ársins af þættinum fer fram í kvöld. Þeir hafa ekki stoppað þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn og Kjartan Atli Kjartansson og félagar halda uppteknum hætti í kvöld.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og helgarinnar má sjá hér.