Hvellskýr krafa foreldra um sveigjanlegt fæðingarorlof Vilhjálmur Árnason skrifar 16. desember 2020 19:00 Alþingi hefur nú þegar ákveðið þá miklu framför að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir frá og með 1. janúar n.k. Í dag eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 4 mánuði hvort um sig og að auki sameiginlega 2 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið eða foreldrarnir skipt með sér. Var umrædd breyting gerð á lögunum fyrir ári síðan en áður hafði 9 mánaða fæðingarorlof verið við lýði í yfir 20 ár. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um frekari réttarbætur til verðandi foreldra er viðkemur rétti einstæðra foreldra, þegar andvanafæðing á sér stað og fyrir þá foreldra sem búa fjarri fæðingarstað svo dæmi séu tekin. Í frumvarpinu er einnig getið til um hvernig skipta á mánuðum tólf á milli foreldranna. Um það atriði eru skiptar skoðanir og ýmislegt tínt til í þeirri umræðu. Þar takast á þau sjónarmið hvort hugsa eigi frumvarpið einvörðungu út frá jafnréttismálum á vinnumarkaði eða hvort eigi að taka sjónarmið varðandi hagsmuni barnsins inn í myndina líka með því að hafa aukið svigrúm fyrir foreldrana til að haga málum eins og þau telja best fyrir barnið. Frumvarpið leggur til að skiptingin verði jöfn, 6 mánuðir fyrir hvort foreldri en annað foreldrið megi framselja 1 mánuð til hins. Landlæknisembættið, Barnaheill, Ljósmæðrafélag Íslands, Geðverndarfélag Íslands og ungir verðandi foreldrar hafa talað skýrt fyrir auknum sveigjanleika. Þar hafa helst komið til tvær tillögur um sömu skiptingu eins og hefur fært okkur góðan árangur á síðustu árum, þ.e. úr 3 – 3 – 3 mánuðum yfir í 4 – 4 – 4 mánuði annars vegar og hins vegar jöfn 6 – 6 mánaða skipting en heimild til að framselja 2 mánuði í stað 1 mánaðar. Ég hef tekið undir þessar tillögur og talað fyrir þeim síðastliðið ár eða síðan ákveðið var að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Helstu rökin fyrir jafnri skiptingu eru sögð vera jafnrétti á vinnumarkaði og að öðruvísi verði börnum ekki tryggðar jafnar samvistir við báða foreldrana. Þá er einnig talið að jafnrétti innan heimilisins breytist ekki heldur nema með þessari miklu forræðishyggju. Það eru allir sammála um markmiðin til aukins jafnréttis og mikilvægi þess að börn fái jafna umönnun og tengsl við báða foreldra. Um það er ekki deilt. Hver leiðin er á áfangastað er það sem deilt er um. Þegar horft er í gögnin og veruleikinn kallaður fram þá kemur í ljós að lágmarks- og hámarksgreiðslurnar skipta mestu máli um hvernig foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Þá hefur því verið haldið fram að feður nýti alltaf sinn fasta rétt en ekki mánuð meir. Það er ekki svo einfalt þegar betur er að gáð. Heldur nýta feður í sambúð rétt sinn mun minna en aðrir feður og þegar ekki voru hámarksgreiðslur nýttu feður sinn rétt umfram sinn fasta rétt. Þetta bendir til þess að börn munu ekki fá notið allra 12 mánaðanna verði skiptingin svona skilyrt. Sérstaklega börn þar sem foreldrar búa saman, þau verða mun líklegri til að tapa umönnunarmánuðum. Þá kemur að öðru, 75% mæðra sem ganga með barnið ákveða að dreifa sínum fæðingarorlofsrétti yfir lengra tímabil eða 12 mánuði. Það lækkar svo aftur mánaðarlegar tekjur þeirra á meðan fæðingarorlofi stendur og gerir þær fjárhagslega háðari maka sínum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir launamuni kynjanna í dag, áhrif fæðingarorlofsins á laun kvenna. Með stífri skiptingu mánaðanna og vilja 75% kvenna sem ganga með barn að dreifa sínu orlofi yfir lengri tíma er verið að halda í kynbundinn launamun. Frelsi fylgir ábyrgð en þú getur ekki sýnt ábyrgð nema fá traust. Lýðræðisleg þátttaka ungs fólks og komandi kynslóða er oft nefnd á tyllidögum. Með þeim tillögum sem liggja fyrir Alþingi er ekki hlustað á vilja ungs fólks sem mun búa við þessa löggjöf, þeim er ekki treyst og þau eru ekki virt fyrir að hafa önnur gildi í garð fjölskyldu og jafnréttis en eldri kynslóðir sem tala fyrir þessu frumvarpi og vilja hafa vit fyrir þeim sem yngri eru. Þá er ekki tekið tillit til þeirra breyttu og fjölbreyttari aðstæðna sem komandi kynslóðir eru að takast á við og þurfa til þess sveigjanleika. Alls bárust 253 umsagnir við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof í Samráðsgátt stjórnvalda, langflestar frá ungu fólki og þeirra krafa var nánast einróma og hvellskýr. Þau vilja frelsi og sveigjanleika og okkur ber að virða þeirra óskir. Þá má ekki gleyma breytingum á vinnumarkaði með styttri vinnuviku og meiri fjarvinnu eftir COVID. Það er ekki nóg að setja bara fram það sem hentar, stóra myndin verður að liggja fyrir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Vilhjálmur Árnason Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú þegar ákveðið þá miklu framför að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir frá og með 1. janúar n.k. Í dag eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 4 mánuði hvort um sig og að auki sameiginlega 2 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið eða foreldrarnir skipt með sér. Var umrædd breyting gerð á lögunum fyrir ári síðan en áður hafði 9 mánaða fæðingarorlof verið við lýði í yfir 20 ár. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um frekari réttarbætur til verðandi foreldra er viðkemur rétti einstæðra foreldra, þegar andvanafæðing á sér stað og fyrir þá foreldra sem búa fjarri fæðingarstað svo dæmi séu tekin. Í frumvarpinu er einnig getið til um hvernig skipta á mánuðum tólf á milli foreldranna. Um það atriði eru skiptar skoðanir og ýmislegt tínt til í þeirri umræðu. Þar takast á þau sjónarmið hvort hugsa eigi frumvarpið einvörðungu út frá jafnréttismálum á vinnumarkaði eða hvort eigi að taka sjónarmið varðandi hagsmuni barnsins inn í myndina líka með því að hafa aukið svigrúm fyrir foreldrana til að haga málum eins og þau telja best fyrir barnið. Frumvarpið leggur til að skiptingin verði jöfn, 6 mánuðir fyrir hvort foreldri en annað foreldrið megi framselja 1 mánuð til hins. Landlæknisembættið, Barnaheill, Ljósmæðrafélag Íslands, Geðverndarfélag Íslands og ungir verðandi foreldrar hafa talað skýrt fyrir auknum sveigjanleika. Þar hafa helst komið til tvær tillögur um sömu skiptingu eins og hefur fært okkur góðan árangur á síðustu árum, þ.e. úr 3 – 3 – 3 mánuðum yfir í 4 – 4 – 4 mánuði annars vegar og hins vegar jöfn 6 – 6 mánaða skipting en heimild til að framselja 2 mánuði í stað 1 mánaðar. Ég hef tekið undir þessar tillögur og talað fyrir þeim síðastliðið ár eða síðan ákveðið var að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Helstu rökin fyrir jafnri skiptingu eru sögð vera jafnrétti á vinnumarkaði og að öðruvísi verði börnum ekki tryggðar jafnar samvistir við báða foreldrana. Þá er einnig talið að jafnrétti innan heimilisins breytist ekki heldur nema með þessari miklu forræðishyggju. Það eru allir sammála um markmiðin til aukins jafnréttis og mikilvægi þess að börn fái jafna umönnun og tengsl við báða foreldra. Um það er ekki deilt. Hver leiðin er á áfangastað er það sem deilt er um. Þegar horft er í gögnin og veruleikinn kallaður fram þá kemur í ljós að lágmarks- og hámarksgreiðslurnar skipta mestu máli um hvernig foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Þá hefur því verið haldið fram að feður nýti alltaf sinn fasta rétt en ekki mánuð meir. Það er ekki svo einfalt þegar betur er að gáð. Heldur nýta feður í sambúð rétt sinn mun minna en aðrir feður og þegar ekki voru hámarksgreiðslur nýttu feður sinn rétt umfram sinn fasta rétt. Þetta bendir til þess að börn munu ekki fá notið allra 12 mánaðanna verði skiptingin svona skilyrt. Sérstaklega börn þar sem foreldrar búa saman, þau verða mun líklegri til að tapa umönnunarmánuðum. Þá kemur að öðru, 75% mæðra sem ganga með barnið ákveða að dreifa sínum fæðingarorlofsrétti yfir lengra tímabil eða 12 mánuði. Það lækkar svo aftur mánaðarlegar tekjur þeirra á meðan fæðingarorlofi stendur og gerir þær fjárhagslega háðari maka sínum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir launamuni kynjanna í dag, áhrif fæðingarorlofsins á laun kvenna. Með stífri skiptingu mánaðanna og vilja 75% kvenna sem ganga með barn að dreifa sínu orlofi yfir lengri tíma er verið að halda í kynbundinn launamun. Frelsi fylgir ábyrgð en þú getur ekki sýnt ábyrgð nema fá traust. Lýðræðisleg þátttaka ungs fólks og komandi kynslóða er oft nefnd á tyllidögum. Með þeim tillögum sem liggja fyrir Alþingi er ekki hlustað á vilja ungs fólks sem mun búa við þessa löggjöf, þeim er ekki treyst og þau eru ekki virt fyrir að hafa önnur gildi í garð fjölskyldu og jafnréttis en eldri kynslóðir sem tala fyrir þessu frumvarpi og vilja hafa vit fyrir þeim sem yngri eru. Þá er ekki tekið tillit til þeirra breyttu og fjölbreyttari aðstæðna sem komandi kynslóðir eru að takast á við og þurfa til þess sveigjanleika. Alls bárust 253 umsagnir við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof í Samráðsgátt stjórnvalda, langflestar frá ungu fólki og þeirra krafa var nánast einróma og hvellskýr. Þau vilja frelsi og sveigjanleika og okkur ber að virða þeirra óskir. Þá má ekki gleyma breytingum á vinnumarkaði með styttri vinnuviku og meiri fjarvinnu eftir COVID. Það er ekki nóg að setja bara fram það sem hentar, stóra myndin verður að liggja fyrir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun