Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 18:47 Rögnvaldur segir að bíða þurfi dagsbirtu til að meta tjónið á húsunum sem lentu í aurskriðunni. Davíð Kristinsson Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira