Hoppaði upp um átta sæti á lokadeginum og tók gullið á fyrsta Opna bandaríska sem hún tók þátt í Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2020 20:31 A Lim Kim gat fagnað í kvöld en hún er að byrja sinn atvinnuferil í golfi frábærlega. Jamie Squire/Getty Images A-Lim Kim er ekki þekktasta nafnið í golfheiminum en hún gerði sér lítið fyrir og vann síðasta risamótið í kvennaflokki, Opna bandaríska, í fyrsta skipti sem hún tekur þátt á mótinu. A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Golf Opna bandaríska Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020
Golf Opna bandaríska Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira