Sú besta í CrossFit heiminum hefur sett stefnuna á Vetrarólympíuleikana 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 12:00 Tia-Clair Toomey með eiginmanni sínum og þjálfara xxx sem og heimsmeistaranum í karlaflokki, Mathew Fraser. Instagram/@tiaclair1 Tia-Clair Toomey hefur unnið síðustu fjóra heimsmeistaratitla í CrossFit en það er önnur íþrótt sem mun eiga hug hennar á næstu mánuðum. Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjá meira
Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjá meira