Sú besta í CrossFit heiminum hefur sett stefnuna á Vetrarólympíuleikana 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 12:00 Tia-Clair Toomey með eiginmanni sínum og þjálfara xxx sem og heimsmeistaranum í karlaflokki, Mathew Fraser. Instagram/@tiaclair1 Tia-Clair Toomey hefur unnið síðustu fjóra heimsmeistaratitla í CrossFit en það er önnur íþrótt sem mun eiga hug hennar á næstu mánuðum. Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira