Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 09:36 FKA twigs. Getty/Frazer Harrison Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“ Hollywood Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“
Hollywood Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Sjá meira