Fjörutíu prósent þeirra sem smita aðra eru einkennalausir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 10:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir flest benda til þess að um 40 prósent af þeim sem smita aðra af kórónuveirunni séu einkennalausir. Það sé m.a. þess vegna sem veiran sé sérlega erfið viðureignar. Þá tók hann undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli,“ sagði Kári, þó vel að merkja í gamansömum tón, í viðtali í Bítinu í morgun. Líkt og fram kom í gær sýna fyrstu 1500 sýni úr skimun sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófst á föstudag, að um eitt prósent þeirra sem komu í skimun séu smitaðir af veirunni. Kári gerir ráð fyrir að um þúsund niðurstöður til viðbótar verði tilbúnar í kvöld, og greind sýni verði þá alls 2500. Þegar hafa þúsundir manns skráð sig í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem fram fer í Turninum í Kópavogi. Hraustir auðvitað líklegri til að dreifa veirunni Þá sagði Kári í Bítinu í morgun að ljóst væri að hægt sé að greina veiruna í einstaklingi sem ekki er með einkenni. Kári sagði einmitt í gær að helmingur þeirra sem reyndust sýktir hafi ekki verið orðnir veikir. Hinn helmingurinn hafi verið með „venjulegt kvef“. „Og það sem meira er, flest bendir til þess að 40 prósent af þeim sem sýkja aðra séu einkennalausir. Sem gerir það að verkum að það er svolítið flókið að hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Kári. „Þeir eru einstaklingar sem eru á leið frá því að sýkjast í að verða lasnir. Og auðvitað eru þeir líklegri til að dreifa þessu frá sér en þeir sem þegar eru orðnir lasnir.“ Getur stökkbreyst aftur og aftur Þá kom fram í máli Kára í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að búið væri að raðgreina veiruna í tveimur einstaklingum sem greindust með hana eftir sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Annar þeirra var með S-gerð veirunnar og hinn með L-gerð, sem er skæðari gerðin og varð til með stökkbreytingu frá þeirri fyrrnefndu. Kári sagði í Bítinu að þetta varpaði ljósi á getu veirunnar til að stökkbreytast. „Hún getur stökkbreyst aftur og aftur. Það sem skilur þessa veiru frá upphaflegu veirunni eru allt að fjórtán stökkbreytingar þannig að veiran heldur áfram að stökkbreytast þegar hún flyst frá manni til manns. Við komum til með að vita nákvæmlega hvernig hún er að stökkbreytast á Íslandi vegna þess að við ætlum að raðgreina sýni úr öllum þeim sem reynast pósitívir,“ sagði Kári. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.Vísir/vilhelm „Svo er það líka hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að það myndist úr þessum stökkbreytingum veira sem hefur aðra eiginleika. Þú gætir til dæmis orðið ónæmur fyrir veirunni í dag, smitast svo af henni aftur eftir einn mánuð, eftir að hún er búin að stökkbreytast, og þá kæmist hún fram hjá ónæmiskerfinu.“ Þá sagði Kári veiruna einkum hættulega fyrir tvær sakir – og tók undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Hún dreifir sér mjög hratt og hún vegur mjög harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja. Og ég held að þetta hljóti að vera í fyrsta sinn sem við höfum séð faraldur af þessari gerð breiðast út um allan heim á örskammri stundu. Þannig að ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli.“ Eins og staðan er núna hafa 180 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þá eru 1733 í sóttkví og þrír smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi. Viðtalið við Kára í Bítinu má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Mikilvægt að Íslendingar standi saman Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. 16. mars 2020 09:00 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir flest benda til þess að um 40 prósent af þeim sem smita aðra af kórónuveirunni séu einkennalausir. Það sé m.a. þess vegna sem veiran sé sérlega erfið viðureignar. Þá tók hann undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli,“ sagði Kári, þó vel að merkja í gamansömum tón, í viðtali í Bítinu í morgun. Líkt og fram kom í gær sýna fyrstu 1500 sýni úr skimun sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófst á föstudag, að um eitt prósent þeirra sem komu í skimun séu smitaðir af veirunni. Kári gerir ráð fyrir að um þúsund niðurstöður til viðbótar verði tilbúnar í kvöld, og greind sýni verði þá alls 2500. Þegar hafa þúsundir manns skráð sig í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem fram fer í Turninum í Kópavogi. Hraustir auðvitað líklegri til að dreifa veirunni Þá sagði Kári í Bítinu í morgun að ljóst væri að hægt sé að greina veiruna í einstaklingi sem ekki er með einkenni. Kári sagði einmitt í gær að helmingur þeirra sem reyndust sýktir hafi ekki verið orðnir veikir. Hinn helmingurinn hafi verið með „venjulegt kvef“. „Og það sem meira er, flest bendir til þess að 40 prósent af þeim sem sýkja aðra séu einkennalausir. Sem gerir það að verkum að það er svolítið flókið að hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Kári. „Þeir eru einstaklingar sem eru á leið frá því að sýkjast í að verða lasnir. Og auðvitað eru þeir líklegri til að dreifa þessu frá sér en þeir sem þegar eru orðnir lasnir.“ Getur stökkbreyst aftur og aftur Þá kom fram í máli Kára í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að búið væri að raðgreina veiruna í tveimur einstaklingum sem greindust með hana eftir sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Annar þeirra var með S-gerð veirunnar og hinn með L-gerð, sem er skæðari gerðin og varð til með stökkbreytingu frá þeirri fyrrnefndu. Kári sagði í Bítinu að þetta varpaði ljósi á getu veirunnar til að stökkbreytast. „Hún getur stökkbreyst aftur og aftur. Það sem skilur þessa veiru frá upphaflegu veirunni eru allt að fjórtán stökkbreytingar þannig að veiran heldur áfram að stökkbreytast þegar hún flyst frá manni til manns. Við komum til með að vita nákvæmlega hvernig hún er að stökkbreytast á Íslandi vegna þess að við ætlum að raðgreina sýni úr öllum þeim sem reynast pósitívir,“ sagði Kári. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.Vísir/vilhelm „Svo er það líka hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að það myndist úr þessum stökkbreytingum veira sem hefur aðra eiginleika. Þú gætir til dæmis orðið ónæmur fyrir veirunni í dag, smitast svo af henni aftur eftir einn mánuð, eftir að hún er búin að stökkbreytast, og þá kæmist hún fram hjá ónæmiskerfinu.“ Þá sagði Kári veiruna einkum hættulega fyrir tvær sakir – og tók undir hið kunnuglega stef að um væri að ræða fordæmalausa tíma. „Hún dreifir sér mjög hratt og hún vegur mjög harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja. Og ég held að þetta hljóti að vera í fyrsta sinn sem við höfum séð faraldur af þessari gerð breiðast út um allan heim á örskammri stundu. Þannig að ef þú ætlaðir að skrifa vísindaskáldsögu um endalok mannkyns, þá væri þetta fínn fyrsti kafli.“ Eins og staðan er núna hafa 180 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þá eru 1733 í sóttkví og þrír smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi. Viðtalið við Kára í Bítinu má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Mikilvægt að Íslendingar standi saman Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. 16. mars 2020 09:00 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Mikilvægt að Íslendingar standi saman Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. 16. mars 2020 09:00
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00