Leitin að Bússa heldur áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:03 Bússa hefur verið saknað frá því á föstudag. Hann sá síðast í Öskjuhlíðinni nálægt Háskólanum í Reykjavík. Facebook/Aðsend Bússi, sex ára gamall, svartur labrador rakki hefur verið týndur frá síðasta föstudag. Gréta Sóley Sigurðardóttir stýrir leitinni að Bússa en eigandi hans, Eva Hrönn, er föst erlendis vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira