Sjáðu færið sem Albert brenndi af í naumu tapi AZ í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 16:01 Albert trúði vart eigin augum er boltinn rúllaði framhjá markinu í stað þess að rúlla í netið. Ed van de Pol/Getty Images Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson brenndi af ótrúlegu færi í naumu tapi AZ Alkmaar gegn Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Tap AZ þýðir liðið missti af sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en jafntefli hefði dugað liðinu til að komast áfram. Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira