Klasasmitið gerði útslagið en erum þó á svipuðu róli Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. desember 2020 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir klasasmit kórónuveirunnar sem kom upp í gær í búsetuúrræði fyrir hælisleitendafjölskyldur í Hafnarfirði hafa gert útslagið fyrir tölur gærdagsins. Þær séu þó á svipuðu róli og undanfarna daga en klasasmitið sýni hvað staðan sé viðkvæm. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44