Geimfararnir sem stefna á tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 13:10 Fimm geimfarar voru á fundi NASA í gær þar sem hópurinn var kynntur. Mike Pence, varaforseti, sagði að næstu geimfararnir til að ganga á tunglinu væru í hópnum. NASA/Kim Shiflett Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. Markmið NASA er að senda menn til tunglsins aftur árið 2024. Alls er búið að velja átján geimfara sem mynda Artemis-teymið. Þegar hópurinn var kynntur í gær sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að næstu geimfarar sem munu stíga niður fæti á yfirborði tunglsins væru í þessum hópi. Í hópnumn eru bæði geimfarar með mikla reynslu og aðrir sem eru yngri og reynsluminni. NASA mun vinna með alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum og á vef stofnunarinnar segir að fleiri erlendir geimfarar gætu bæst í hópinn í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem NASA birti í gær þar sem hópurinn er kynntur. Frekari upplýsingar um geimfarana má svo finna hér, á vef NASA. Tveir þeirra, Victor Glover og Kate Rubins, eru nú stödd í alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Artemis áætlunin var nefnd í höfuð grísku gyðjunnar, sem er einnig systir Appolo. Það er nafn áætlunarinnar sem sneri að gömlu tunglferðunum. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Samkvæmt áætlunum NASA á að senda ómönnuð geimför á braut um tunglið strax á næsta ári og svo á að senda fjóra geimfara á braut um tunglið árið 2023. Því næst, fyrir árið 2025, á svo að senda tvo geimfara til tunglsins. Notast á við Space Launch System, eða SLS, eldflaugarnar og Orion geimfarið til að koma þessum geimförum til tunglsins. Þróun SLS hefur orðið fyrir töfum og miklum aukakostnaði en nú er hún sögð langt komin og stendur til að prófa að skjóta fyrstu eldflauginni á loft á næsta ári. Hún á að bera ómannað Orion geimfar. Forsvarsmenn NASA hafa þó lent í vandræðum vegna skorts á fjármagni til þróunar lendingarfara. Fyrirtækin Blue Origin, SpaceX og Dynetics vinna nú að þróun geimfara sem eiga að lenda með geimförum á tunglinu. Ef áætlun NASA á að ganga eftir þarf sú þróunarvinna að ganga hratt fyrir sig. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nýverið að verið væri að ræða við þingmenn um þá fjármögnun sem þyrfti. NASA hefur farið fram á 3,3 milljarða dala og samkvæmt frétt SpaceflightNow er óljóst hvort að ríkisstjórn Joes Biden muni taka vel í það að svo stöddu. Sérstaklega með tilliti til þeirra efnahagsvandræða sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur valdið. Tunglið Geimurinn Bandaríkin Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Markmið NASA er að senda menn til tunglsins aftur árið 2024. Alls er búið að velja átján geimfara sem mynda Artemis-teymið. Þegar hópurinn var kynntur í gær sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að næstu geimfarar sem munu stíga niður fæti á yfirborði tunglsins væru í þessum hópi. Í hópnumn eru bæði geimfarar með mikla reynslu og aðrir sem eru yngri og reynsluminni. NASA mun vinna með alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum og á vef stofnunarinnar segir að fleiri erlendir geimfarar gætu bæst í hópinn í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem NASA birti í gær þar sem hópurinn er kynntur. Frekari upplýsingar um geimfarana má svo finna hér, á vef NASA. Tveir þeirra, Victor Glover og Kate Rubins, eru nú stödd í alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Artemis áætlunin var nefnd í höfuð grísku gyðjunnar, sem er einnig systir Appolo. Það er nafn áætlunarinnar sem sneri að gömlu tunglferðunum. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Samkvæmt áætlunum NASA á að senda ómönnuð geimför á braut um tunglið strax á næsta ári og svo á að senda fjóra geimfara á braut um tunglið árið 2023. Því næst, fyrir árið 2025, á svo að senda tvo geimfara til tunglsins. Notast á við Space Launch System, eða SLS, eldflaugarnar og Orion geimfarið til að koma þessum geimförum til tunglsins. Þróun SLS hefur orðið fyrir töfum og miklum aukakostnaði en nú er hún sögð langt komin og stendur til að prófa að skjóta fyrstu eldflauginni á loft á næsta ári. Hún á að bera ómannað Orion geimfar. Forsvarsmenn NASA hafa þó lent í vandræðum vegna skorts á fjármagni til þróunar lendingarfara. Fyrirtækin Blue Origin, SpaceX og Dynetics vinna nú að þróun geimfara sem eiga að lenda með geimförum á tunglinu. Ef áætlun NASA á að ganga eftir þarf sú þróunarvinna að ganga hratt fyrir sig. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nýverið að verið væri að ræða við þingmenn um þá fjármögnun sem þyrfti. NASA hefur farið fram á 3,3 milljarða dala og samkvæmt frétt SpaceflightNow er óljóst hvort að ríkisstjórn Joes Biden muni taka vel í það að svo stöddu. Sérstaklega með tilliti til þeirra efnahagsvandræða sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur valdið.
Tunglið Geimurinn Bandaríkin Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59
NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11
Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08