Draumurinn um skíði um jólin fjarlægur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2020 09:01 Bláfjöll í blíðunni á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir annað en að skíðasvæði landsins verði að mestu lokuð yfir jólin. Skíðaþyrstir Íslendingar þurfa því að láta gönguskíði eða fjallaskíði duga geti þeir ekki beðið eftir að renna sér í snjónum. Um þetta leyti ársins eru skíðasvæði landsins yfirleitt opnuð eða við það að opna. Ef snjór leyfir er fastur liður hjá mörgum um jólin að bregða sér á skíði. En með eins og svo margt annað undanfarna mánuði kemur kórónuveirufaraldurinn í veg fyrir það. Forsvarsmenn skíðasvæða víða um land höfðu leyft sér að vona að hægt yrði að opna skíðasvæðin í desember, til að mynda hefur hefur dagsetningin 17. desember verið nefnd til sögunnar varðandi opnum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Án frekari tilslakana er þó ljóst að skíðasvæðin munu ekki opna á nýjan leik á þessu ári. Leið þrjú við lýði Engar tilslakanir í tengslum við skíðasvæði eru nefnilega að finna í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi á miðnætti og gildir til 12. janúar. Leiðirnar sex sem Samtök skíðasvæða hafa gert tillögu að verði stuðst við varðandi opnun skíðasvæða. Heimilt er að hafa opið samkvæmt leið þrjú eins og sakir standa.Samtök skíðasvæða á Íslandi Í byrjun mánaðarins fengu Samtök skíðasvæða á Íslandi það staðfest frá yfirvöldum að samkvæmt þeirri reglugerð sem var í gildi á undan þeirri sem tók gildi á miðnætti, væri skíðasvæðum heimilt að hafa opið samkvæmt svokallaðri leið þrjú. Hún felur í sér að lyftur mega vera opnar fyrir æfingar barna fædd fyrir 2005, auk þess sem að skíðaganga er heimiluð. Leið þrjú er ein af sex leiðum sem samtökin lögðu til að styðjast mætti við í tengslum við opnun skíðasvæða á nýjan leik. Skíðasvæðin hafa fengið þær upplýsingar að áfram verði heimilt að miða við leið þrjú miðað við þá reglugerð sem tók gildi á miðnætti. „Þetta er bara árið og það verður bara að taka því“ „Það er búið að segja okkur að við eigum að styðja okkur við þrjú en við erum ekki komin með neitt skriflegt þannig að ég er ekki að fara að gera ráð fyrir að það verði neinar breytingar hjá okkur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu Það verður þá ekki hægt að skíða um jólin? „Nei, þetta gildir til 12. janúar og gildir fyrir öll skíðasvæðin eins og við erum að skilja þetta. Auðvitað er þetta mjög slæmt, við erum að selja vetrarkortin okkar núna og tilboð til áramóta en það er bara þannig. Þetta er bara árið og það verður bara að taka því,“ segir Magnús. Staðan í Bláfjöllum síðdegis í gær. Nægur snjór til staðar. Bætir hann við að ef það væri leyfilegt að taka á móti gestum í lyfturnar hefðu skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli opnað um síðustu helgi. „Við værum nýlega búnir að opna. Við hefðum sennilega opnað síðustu helgi. Síðan þá er búið að snjóa gríðarlega mikið,“ segir Magnús. Mikill fjöldi sem sækir í fjöllinn Hann bendir á að þrátt fyrir að lyfturnar sé ekki opnar komi töluverður fjöldi fólks á skíðasvæðin til þess að njóta útiverunnar. „Það er ótrúlegur fjöldi í fjöllunum hérna á þokkalegum dögum. Fólk sem mætir snemma, er byrjað að labba upp, á gönguskíðum. Maður finnur þörfina svo greinilega hjá fólki að geta komist aðeins út að leika sér. Ég er að horfa á til dæmis núna þessu roki sem er núna, það eru þrír að renna sér hérna á brettum við hliðina á brekkunum.“ Sem labba þá bara upp? „Já,“ segir Magnús sem ræddi við fréttastofu síðdegis í gær. Svona var staðan á skíðasvæðinu við Dalvík í gær. Svipaða sögu er að segja frá skíðasvæðum víða um land þar sem gönguskíðin eru að koma sterk inn, enda leyfilegt að stunda gönguskíði. Tilbúnir þegar kallið kemur Líklegt er að það hafi að einhverju leyti svalað skíðaþorsta landsmanna enda hafa skíðasvæðin verið lokuð frá því í mars. Þeir allra hörðustu leggja stund á fjallaskíðaiðkun og segir Magnús greinilegt að margir hafi farið þá leið síðasta vetur þegar skíðasvæðunum var lokað. En hvort sem að einhverjar tilslakanir verða gerðar fyrir 12. jan eða ekki verða menn klárir þegar kallið kemur. „Við erum alveg tilbúnir. Það er gríðarlega mikill snjór hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. 16. nóvember 2020 11:56 Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Um þetta leyti ársins eru skíðasvæði landsins yfirleitt opnuð eða við það að opna. Ef snjór leyfir er fastur liður hjá mörgum um jólin að bregða sér á skíði. En með eins og svo margt annað undanfarna mánuði kemur kórónuveirufaraldurinn í veg fyrir það. Forsvarsmenn skíðasvæða víða um land höfðu leyft sér að vona að hægt yrði að opna skíðasvæðin í desember, til að mynda hefur hefur dagsetningin 17. desember verið nefnd til sögunnar varðandi opnum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Án frekari tilslakana er þó ljóst að skíðasvæðin munu ekki opna á nýjan leik á þessu ári. Leið þrjú við lýði Engar tilslakanir í tengslum við skíðasvæði eru nefnilega að finna í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi á miðnætti og gildir til 12. janúar. Leiðirnar sex sem Samtök skíðasvæða hafa gert tillögu að verði stuðst við varðandi opnun skíðasvæða. Heimilt er að hafa opið samkvæmt leið þrjú eins og sakir standa.Samtök skíðasvæða á Íslandi Í byrjun mánaðarins fengu Samtök skíðasvæða á Íslandi það staðfest frá yfirvöldum að samkvæmt þeirri reglugerð sem var í gildi á undan þeirri sem tók gildi á miðnætti, væri skíðasvæðum heimilt að hafa opið samkvæmt svokallaðri leið þrjú. Hún felur í sér að lyftur mega vera opnar fyrir æfingar barna fædd fyrir 2005, auk þess sem að skíðaganga er heimiluð. Leið þrjú er ein af sex leiðum sem samtökin lögðu til að styðjast mætti við í tengslum við opnun skíðasvæða á nýjan leik. Skíðasvæðin hafa fengið þær upplýsingar að áfram verði heimilt að miða við leið þrjú miðað við þá reglugerð sem tók gildi á miðnætti. „Þetta er bara árið og það verður bara að taka því“ „Það er búið að segja okkur að við eigum að styðja okkur við þrjú en við erum ekki komin með neitt skriflegt þannig að ég er ekki að fara að gera ráð fyrir að það verði neinar breytingar hjá okkur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu Það verður þá ekki hægt að skíða um jólin? „Nei, þetta gildir til 12. janúar og gildir fyrir öll skíðasvæðin eins og við erum að skilja þetta. Auðvitað er þetta mjög slæmt, við erum að selja vetrarkortin okkar núna og tilboð til áramóta en það er bara þannig. Þetta er bara árið og það verður bara að taka því,“ segir Magnús. Staðan í Bláfjöllum síðdegis í gær. Nægur snjór til staðar. Bætir hann við að ef það væri leyfilegt að taka á móti gestum í lyfturnar hefðu skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli opnað um síðustu helgi. „Við værum nýlega búnir að opna. Við hefðum sennilega opnað síðustu helgi. Síðan þá er búið að snjóa gríðarlega mikið,“ segir Magnús. Mikill fjöldi sem sækir í fjöllinn Hann bendir á að þrátt fyrir að lyfturnar sé ekki opnar komi töluverður fjöldi fólks á skíðasvæðin til þess að njóta útiverunnar. „Það er ótrúlegur fjöldi í fjöllunum hérna á þokkalegum dögum. Fólk sem mætir snemma, er byrjað að labba upp, á gönguskíðum. Maður finnur þörfina svo greinilega hjá fólki að geta komist aðeins út að leika sér. Ég er að horfa á til dæmis núna þessu roki sem er núna, það eru þrír að renna sér hérna á brettum við hliðina á brekkunum.“ Sem labba þá bara upp? „Já,“ segir Magnús sem ræddi við fréttastofu síðdegis í gær. Svona var staðan á skíðasvæðinu við Dalvík í gær. Svipaða sögu er að segja frá skíðasvæðum víða um land þar sem gönguskíðin eru að koma sterk inn, enda leyfilegt að stunda gönguskíði. Tilbúnir þegar kallið kemur Líklegt er að það hafi að einhverju leyti svalað skíðaþorsta landsmanna enda hafa skíðasvæðin verið lokuð frá því í mars. Þeir allra hörðustu leggja stund á fjallaskíðaiðkun og segir Magnús greinilegt að margir hafi farið þá leið síðasta vetur þegar skíðasvæðunum var lokað. En hvort sem að einhverjar tilslakanir verða gerðar fyrir 12. jan eða ekki verða menn klárir þegar kallið kemur. „Við erum alveg tilbúnir. Það er gríðarlega mikill snjór hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. 16. nóvember 2020 11:56 Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. 16. nóvember 2020 11:56
Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37