Bára Kristbjörg til liðs við Kristianstad í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 22:30 Bára Kristbjörg var ráðin sem þjálfari Augnabliks undir lok október mánaðar. Hún hefur nú sagt upp samningi sínum til að fara til Svíþjóðar að þjálfa. Breiðablik Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun ekki stýra liði Augnabliks í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar þar sem hún er nýr þjálfari U17 og U19 ára liða Kristianstad í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt aðalliði félagsins við góðan orðstír undanfarin ár. Bára Kristbjörg vakti mikla athygli sem einn af sérfræðingum Pepsi Max Markanna í sumar. Eftir að Íslandsmót karla og kvenna voru blásin af var Bára ráðin þjálfara Augnabliks, systurfélags Breiðabliks, í Lengjudeild kvenna. Greint var frá þessu á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Breiðabliks í dag. Hún mun þó ekki stýra félaginu næsta sumar þar sem hún er á leið til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg verður sjötti Íslendingurinn á launaskrá félagsins. Hún samdi við félagið til eins árs. „Þetta var nú ekki flóknara en það að Beta [Elísabet Gunnarsdóttir] hafði samband og spurði hvort ég hefði áhuga,“ sagði Bára í stuttu spjalli við Vísi um hvernig það hefði komið til að hún væri nýr þjálfari U17 og U19 ára liðs Kristianstad. „Ég vil bara koma á framfæri miklu þakklæti til stjórnar Breiðabliks/Augnabliks og hvernig hún tók í það þegar að mér var boðin þjálfarastaða erlendis. Ég var auðvitað nýbúin að ráða mig hjá þeim og þetta var alls ekki í kortunum þegar ég réði mig,“ segir Bára um vistaskiptin. „Svo kemur þessi staða skyndilega upp og eðlilega var þetta freistandi fyrir mig persónulega. Stjórn Augnabliks/Breiðabliks hefur stutt algjörlega við bakið á mér í þessu ferli og það er alls ekki sjálfsagt í svona málum. Í framhaldinu langar mig að óska Breiðablik/Augnablik alls hins besta á komandi tímabili,“ bætti hin 31 árs gamla Bára Kristbjörg við að endingu. Eins og áður sagði er Bára að fara í mikið Íslendingalið. Elísabet er sem fyrr aðalþjálfari liðsins, Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari liðsins og yfirmaður akademíunnar. Kristín Hólm Geirsdóttir er styrktarþjálfari hjá félaginu. Þá leika þær Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir með liðinu. Kristianstad tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og því bjartir tímar framundan hjá liðinu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Bára Kristbjörg vakti mikla athygli sem einn af sérfræðingum Pepsi Max Markanna í sumar. Eftir að Íslandsmót karla og kvenna voru blásin af var Bára ráðin þjálfara Augnabliks, systurfélags Breiðabliks, í Lengjudeild kvenna. Greint var frá þessu á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Breiðabliks í dag. Hún mun þó ekki stýra félaginu næsta sumar þar sem hún er á leið til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg verður sjötti Íslendingurinn á launaskrá félagsins. Hún samdi við félagið til eins árs. „Þetta var nú ekki flóknara en það að Beta [Elísabet Gunnarsdóttir] hafði samband og spurði hvort ég hefði áhuga,“ sagði Bára í stuttu spjalli við Vísi um hvernig það hefði komið til að hún væri nýr þjálfari U17 og U19 ára liðs Kristianstad. „Ég vil bara koma á framfæri miklu þakklæti til stjórnar Breiðabliks/Augnabliks og hvernig hún tók í það þegar að mér var boðin þjálfarastaða erlendis. Ég var auðvitað nýbúin að ráða mig hjá þeim og þetta var alls ekki í kortunum þegar ég réði mig,“ segir Bára um vistaskiptin. „Svo kemur þessi staða skyndilega upp og eðlilega var þetta freistandi fyrir mig persónulega. Stjórn Augnabliks/Breiðabliks hefur stutt algjörlega við bakið á mér í þessu ferli og það er alls ekki sjálfsagt í svona málum. Í framhaldinu langar mig að óska Breiðablik/Augnablik alls hins besta á komandi tímabili,“ bætti hin 31 árs gamla Bára Kristbjörg við að endingu. Eins og áður sagði er Bára að fara í mikið Íslendingalið. Elísabet er sem fyrr aðalþjálfari liðsins, Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari liðsins og yfirmaður akademíunnar. Kristín Hólm Geirsdóttir er styrktarþjálfari hjá félaginu. Þá leika þær Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir með liðinu. Kristianstad tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og því bjartir tímar framundan hjá liðinu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira