„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?