Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:31 Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun